Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Side 93
XöíFralyfiö Pesnsicilliin
Eftir Dr. Eggert Steinþórsson
Penicillin er eitthvert frægasta
læknislyf, sem framleitt hefir verið
í heiminum, í baráttunni við sýkla og
sjúkdóma og hefir bjargað óteljandi
^iannslífum í núverandi styrjöld.
Vegna erfiðleika á framleiðslu þess,
hefir það til þessa verið notað að
^estu leyti í þarfir hersins, en nú
búast við, að á næstunni verð:
Unt að framleiða nægilegt af því til
almenningsþarfa.
Af blaðaummælum og fréttum, sem
horist hafa út, er auðséð að menn
gera sér miklar vonir um Penicillin
~~ álíta það sannkallað töfralyf, og
halda að þar sé fengið örugt lyf til
laekninga á flestöllum sjúkdómum.
Að vísu er þetta orðum aukið, en
^aekniskraftur þess í mörgum hættu-
*egum sjúkdómum er svo undraverð-
Ur> að vonir manna hafa að nokkru
leyti rætst.
Penicillin er ekki nýtt lyf. Saga
þess er nú orðin rúmlega 16 ára göm-
ul> E*að er breskur læknir, Alexander
■h'^eming, sem á heiðurinn að upp-
S°tvun þess og gaf því nafn.
Árið 1928 var hann að vinna að
rannsóknum á graftrarsýklum á St.
ary’s spítala í London, er hann
veitti því eftirtekt, að myglusvepp-
nr’ sem komist hafði í tilraunaglös
hans
er
eyddi graftrarsýklunum
na2stir voru. Þessi myglusveppur er
alrnenningi vel kunnur frá ómunatíð,
Var eð hann sést oft sem gráleit skán
^at, sem geymdur er í opnum eða
a iokuðum ílátum, og meðal vís-
indamanna hefir hann verið nefndur
PeniciUium notatum.
Dr. A. Fleming rannsakaði þetta
fyrirbrigði nánar, og eftir að hann
hafði hreinræktað þenna myglusvepp
og unnið úr honum efni, sem stöðv-
aði vöxt graftrarsýkla, jafnvel þó
það væri þynt út um 500—800 sinn-
um, gaf hann því nafnið Penicillin,
og notaði það nafn í fyrstu greininni,
er hann skrifaði um það árið 1929, og
getur þess, að það kunni að vera
virkt lyf gegn þeim bakteríum sem
hann hafði sýnt fram á, að það hefði
áhrif á. Með þessum rannsóknum
Dr. A. Flemings var nýr og merki-
legur þáttur ritaður í sögu lækna-
vísindanna.
En framundan var löng og erfið
barátta, áður en mögulegt var að
nota Penicillin í baráttunni við sjúk-
dóma, og er það mörgum frægum
læknum að þakka, bæði í Englandi
og Ameríku, ásamt Dr. Fleming, að
Penicillin nú í dag er eitthvert skæð-
asta vopnið, sem við eigum í barátt-
unni við marga hættulega sjúkdóma.
Það yrði of langt mál, að telja hér
upp nöfn allra þessara manna, en
örðugleikarnir, sem þeir urðu að
yfirstíga, voru miklir. Dr. A. Flem-
ing hefir sjálfur ekki fengið eyris-
virði fyrir þessa merkilegu uppgötv-
un, en í landi hans var hann aðlaður
árið 1944 í viðurkenningarskyni fyrir
afrek hans, og ekki er ólíklegt, að
honum verði veitt Nobels-verðlaunin
næst, þegar að þeim er úthlutað.