Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Side 94
72
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Árið 1941 kom út grein eftir
nokkra lækna í Oxford, þar sem skýrt
var frá, að Penicillin hefði læknað
10 sjúklinga, þar sem önnur lyf höfðu
brugðist, og eftir það fór að komast
skriður á allar framkvæmdir.
Einn þessara Oxford lækna, Dr.
Florey, hafði unnið með Dr. Fleming
að rannsóknum á Penicillin frá fyrstu
tíð, hann ferðaðist nú til Bandaríkj-
anna til að aðstoða við framleiðslu
þess og frekari rannsóknir, og á ár-
inu 1943 var farið að nota Penicillin
allmikið í hernum, og framleiðsla
hafin á því í stórum stíl. Framleiðsla
þess er þó enn þann dag í dag ekki
nægilega mikil. f ágúst 1944 var
framleiðslan í Ameríku um 7 pund á
dag; en það er aðeins nægilegt handa
150,000 sjúklingum daglega. Fram-
leiðsla þess er mörgum erfiðleikum
bundin, en eykst stöðugt, og nú um
nokkurra mánaða skeið hefir verið
mögulegt, að fá það til almennings-
nota í nauðsynlegum tilfellum.
Penicillin er brúnleitt duft, sem
kemur á markaðinn í loftþéttum glös-
um og ekki má geyma það í meiri
hita en 50° F. Duftið er leyst upp í
saltvatni og sprautað inn í æð eða
vöðva á sjúklingnum. Vegna þess
hve fljótt það skilst út úr líkamanum
með þvaginu, þarf að endurtaka þess-
ar innsprautingar á þriggja klst.
fresti, eins lengi og lyfið er notað.
Venjulegast er þunn penicillin upp-
lausn látin renna stöðugt inn í æð á
sjúklingnum þar til honum fer að
batna, sem auðvitað getur dregist
fleiri eða færri daga.
Eins og sjá má af þessu, er notkun
þess ýmsum örðugleikum bundin og
varla framkvæmanleg nema á
sjúkrahúsi. Vísindamenn eru því
önnum kafnir við að reyna, að finna
ný afbrigði af Penicillin, sem hyrfi
mikið hægar úr líkamanum, þannig
að aðeins 2—3 innspraut. á sólarhring
yrðu nægilegar í stað 8, eins og nu
er. Líklegt er, að það takist í fram-
tíðinni, en aftur á móti er ólíklegt að
það takist, að framleiða Penicillin,
sem ekki eyðilegst í meltingarfærum
manna, en það er ástæðan fyrir þvi
að ekki er hægt að “taka inn” Peni-
cillin sem vökva eða töflur eins og
svo mörg önnur lyf.
Hvernig Penicillin verkar í líkam-
anum ætla eg ekki að fara út í hér, en
talið er, að það stöðvi vöxt sýkla, eins
og sulfalyfin, og eyði þeim líka, og ei
það sennilega ástæðan fyrir, hve
fljótt það verkar í mörgum sjúkdóm-
um.
Eins og áður er getið, er Penicillin
enn á tilraunastigi en sýklar og
sjúkdómar, sem að Penicillin hefn
verið reynt gegn, eru orðnir margn
— suma hefir það læknað og surna-
ekki. Eg ætla nú að minnast laus-
lega á nokkra sjúkdóma, sem Peni-
cillin hefir sýnt betri árangur við en
nokkurt annað lyf.
Fyrst má telja alla þá sjúkdóma,
sem að orsakast af graftrarsýklun1
“staphylo- og streptococeum”. Marg'
ir sjúkdómar, sem þeir valda, voru
banvænir í 90—100% tilfellum. Vlð
notkun Penicillin hefir dánartalan
lækkað gífurlega. Fyr meir, er
graftrarsýklar komust-inn í blóðras
ina “bacteremia” eða inn í heila og
mænugöng, var öll von úti, en nú eI
öðru máli að gegna. Fátt getur veit1
lækni og skyldmennum sárþjáðra
sjúklinga meiri gleði, en að sjá Þa
taka skjótum bata eftir að PeniciH111