Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Side 96
Mað^rirara fr£ Myja^SJálaradli
Eftir J. Magnús Bjarnason
í febrúarmánuði 1912 fórum við,
konan mín og eg, á járnbrautarlest
vestur á Kyrrahafsströnd, og héldum
við til í túrista-vagni alla leiðina frá
Winnipeg til Vancouver, B. C. í
þeim vagni var hvert sæti skipað af
langferðafólki. Var sumt af því frá
Austur-Canada, sumt frá Englandi
og Skotlandi, og sumt var komið
ennþá lengra að.
Fyrsta morguninn, sem eg var í
þessari ferð, hitti eg íslenskan mann,
er nefndist Frank North. Eg átti tal
við hann í því herbergi vagnsins, þar
sem karlmennirnir þvoðu sér og
reyktu pípur sínar og vindlinga. Eg
hefi áður skýrt frá samtali okkar og
sagt söguna, sem hann sagði mér af
ferð sinni til Valparaiso í Chile. Eg
man, að eg hafði mikla unun af að
tala við hann og hlýða á sögu hans.
En síðar um daginn hafði eg, þar í
vagninum, tal af öðrum manni, sem
mér geðjaðist líka mjög vel að og er
mér minnisstæður. Hann sat í næsta
sæti við okkur, konuna mína og mig.
Og við tókum eftir því, að á stundum,
þegar við vorum að tala saman — en
við töluðum á íslensku — þá leit hann
til okkar og virtist hlusta á það, sem
við vorum að ræða um. Hann var á
að giska þrítugur að aldri, meðalmað-
ur að vexti, vænn sýnum, ljóshærður
og bláeygður, greindarlegur og góð-
mannlegur.
“Maðurinn, sem situr hérna fyrir
framan okkur, er ef til vill íslensk-
ur,” sagði konan mín í hálfum hljóð-
um við mig; “hann virðist taka eftir
því, sem við erum að segja”.
“Þetta er ekki íslendingur,” sagði
eg; “en það vekur eftirtekt hans, að
við tölum annað mál en ensku.”
Fáum andartökum síðar, fór hann
úr sæti sínu og kom til okkar og
heilsaði okkur alúðlega.
“Eg vil biðja ykkur að fyrirgefa.
hvað framhleypinn eg er og forvit-
inn,” sagði hann á ensku, og mál-
rómur hans var skýr og viðkunnan-
legur; “en mig langar mikið til að
vita, á hvaða tungu þið mæltuð
áðan.”
“Það var á íslensku, sem við vorum
að tala,” sagði eg; “það er móðurmál
okkar, og okkur er það eiginlegra, að
tala það mál en ensku.”
“Þið eruð, ef til vill, fædd á ís-
landi,” sagði hann.
“Já, við erum fædd þar,” sagði eg.
en við vorum börn að aldri, þegar við
fluttumst þaðan.”
“Eigið þið heima hér í Canada?
“Já, og heimili okkar er í Mani-
toba.”
“Þegar eg heyrði ykkur tala saman
á útlendu tungumáli,” sagði hann,
“þá datt mér strax í hug, að þið vær-
uð íslensk.”
“Þú ert kanske af norrænu bergi
brotinn?”
“Nei,” sagði hann; “eg er af skosk-
um ættum, og eg heiti Wilson. En
eg er fæddur og uppalinn í Nýja
Sjálandi og á heima í smábæ á Norð
ur-ey, ekki all-langt frá borginn'