Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Qupperneq 98
76
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
“Hann er enn á lífi og heitir Hans
Westford.”
“Er hann ennþá í Nýja-Sjálandi,”
spurði eg.
“Já, hann var þar í fyrra sumar og
er búinn að vera þar í rúm ellefu ár.
Hann á heima á austanverðri Suður-
ey og stundar nú sauðfjárrækt.”
Eg fór nú að verða í meira lagi
forvitinn.
“Eru fleiri íslendingar en hann í
Nýja-Sjálandi,” spurði eg.
“Ekki svo að eg viti,” sagði Wil-
son.
“Á hvaða aldri er Hans Westford?”
“Hann mun vera kominn hátt á
fertugsaldur.”
“Hvernig er hann í hátt?” sagði eg.
“Er hann stór maður og sterklegur?
Eða er hann lítill vexti?”
“Hann er vel meðalmaður að hæð,
þéttvaxinn og rekinn saman um herð-
arnar, útlitsfagur með ljóst hár og
blá augu. Og andlitsfall hans alt
sýnir það ljóslega, að hann er af
norrænu bergi brotinn.”
“Kom hann til Nýja-Sjálands beina
leið frá íslandi?” spurði eg.
“Hann sagði mér,” sagði Wilson,
“að hann hefði verið um tíma í Eng-
landi, en fór þaðan á vöruflutnings-
skipi til Sidney í Ástralíu og greiddi
fargjaldið með því, að vinna ýms
störf á skipinu. f Sidney vann hann
um tíma við uppskipun, og fluttist
svo þaðan til borgarinnar Auckland
í Nýja-Sjálandi. Fyrstu fjögur eða
fimm árin, sem hann var þar (í Nýja-
Sjálandi), vann hann, sem daglauna-
maður, við ýmislegt á ýmsum stöð-
um, og þótti duglegur og trúverðug-
ur verkmaður. Hann er reglumaður
hinn mesti og kann með peninga að
fara. Honum græddist fljótt fé,
keypti að lokum góðan f járstofn og á
nú stóra sauðahjörð á austanverðri
Suður-ey.”
“Er hann í góðu áliti hjá fólkinu,
sem býr í nágrenni við hann?”
“Já,” sagði Wilson, “hann er mik-
ils virtur af öllum, sem nokkur kynni
hafa af honum, enda getur það ekki
öðruvísi verið, því að hann er dag-
farsgóður maður og prýðisvel greind-
ur, hreinn og beinn í öllum viðskift-
um, og vill ekki vamm sitt vita. Og
hann er hugprúður maður með af-
brigðum. — Eg skal segja ykkur sögu
af honum.”
“Þá sögu viljum við gjarnan
heyra,” sagði eg.
“Sú saga er ekki löng,” sagði Wil'
son; “en hún er sönn og er á þessa
leið:
Það var árið 1906, að eg vann 1
nokkra mánuði við skógarhögg a
vesturströnd Suður-eyjar. Þá voru
þar samankomnir hartnær þrjátíu
skógarhöggsmenn og allir á léttast3
skeiði, og meðal þeirra var fslend-
ingurinn, Hans Westford. Við vor-
um allir í þjónustu timbursala nokk-
urs, sem hét Sullivan og átti heima
nálægt Wellington, höfuðborg Nýja'
Sjálands. Hann kom sjaldan til verka-
manna sinna; það var aðeins einu
sinni, að hann kom þangað, allan
þann tíma, sem eg var þar. En hann
setti þar í sinn stað verkstjóra, Hogg
að nafni, sem lengi hafði unnið við
skógarhögg í Norður-Ameríku-
Við verkamenn Sullivans hélduna ti
í stórum timburskála, sem stóð 1
fjallshlíðinni, þar sem við hjuggurrl
skóginn. Og fór þar vel um okkur>
þegar dagsverkinu var lokið. Vinnan
var að vísu fremur þung, en kaup