Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Page 115
ÆVISÖGUBROT
93
frumbyggjum eins og öðrum braut-
ryðjendum í þessu landi. Þess má
geta að margir Ný-fslendingar fluttu
sig til Grunnavatns-bygðar.
Nú voru skólahéruð mynduð, 3
skólahús bygð, þrjú pósthús veitt,
stórt samkomuhús bygt austan við
vatnið, lestrarfélag með mjög vönd-
uðum bókum sett á stofn, tvær kirkj-
ur bygðar og tvö kvenféög mynduð,
sem tilheyrðu kirkjunum. Með sanni
má segja, að þó mismunandi skoðanir
ættu sér stað bæði í kirkjumálum og
pólitík, þá unnu þó þessi félög, og
bygðarmenn í heild, sem bræður og
systur að öllum velferðarmálum
bygðarinnar. Þegar alt það, sem áður
hefir verið skýrt frá, var komið í lag
°g bændur búnir að eignast nokkra
gripi og nauðsynlegustu áhöld og
farnir að búa að sínu án þess að fara í
vinnu langt frá heimili sínu, mátti
heita að gullöld ríkti meðal Álft-
vetninga og Grunnvetninga. Nú voru
fíka unglingar farnir að hjálpa mikið
til við heimilisstörf.
En þá skall stríðið á 1914 og her-
valdið heimtaði alla uppkomna syni
frumbyggjanna á vígvöllinn, sem
fserir voru í þann hildarleik. Urðu
þá margir bændur að fækka við sig
gripum, og hafa minna um sig. Marg-
tr seldu lönd sín og fluttu sumir til
Lundar og sumir til Winnipeg.
Eg seldi lönd mín og skepnur og
flutti til Winnipeg í janúar 1922, og
tók hús sem partborgun fyrir landið
°g skepnurnar, sem þá voru fáar
°rðnar, og þótt skrykkjótt gengi, að
ná því, sem eftir stóð, kom eg nokk-
Urn veginn vel út með söluna.
Þessi 31 ár, sem eg dvaldi í Grunna-
vatnsbygð ásamt konu minni, sem
trúlega hefir staðið við hlið mína og
stutt mig í gegnum alla okkar erfið-
leika til þessa dags, vann eg auk bú-
skaparins að ýmsum opinberum störf-
um. Eg gegndi Markland pósthúsi
frá því það var stofnað, hafði á hendi
skólahéraðs skrifstörf og skatt-
heimtu frá því að skóli var bygður —
hvorttveggja þangað til eg flutti frá
Markland. Var þá búið að byggja
nýtt skólahús. Einnig keyrði eg
póst í 17 ár einu sinni í viku um 36
mílur, þó nokkru styttra síðustu ár-
in. Við þessi störf vakti eg margt
kvöldið, oft þreyttur eftir dagsverk-
ið. Eg ætla ekki að greina frá þátt-
töku minni í félagsmálum Grunn-
vetninga, en mér til mestu ánægju
get eg sagt, að hlýjustu handtökin
fæ eg hjá þeim, þegar þeir líta inn
til okkar.
Eg hefi nú stiklað á steinum og
stokkið yfir marga keldu, og snið-
gengið margt, sem vel hefði mátt
greina frá og fyrir mig hefir komið
á minni löngu ævibraut. Eins og fyr
er getið, fluttum við út í Álftavatns-
nýlendu með þrjá syni okkar, þann
yngsta á fyrsta ári, og svo árið eftir
til Grunnavatns (1891). Meðan við
dvöldum á Markland, fæddust okkur
fjögur börn, tvær stúlkur og tveir
drengir. Önnur stúlkan dó níu ára
gömul, var hún búin að liggja veik í
fimm ár í ólæknandi sjúkdómi, blind,
mállaus og máttlaus. Til sérfræð-
inga var leitað og alt reynt, sem
mögulegt var, en ekkert dugði. Eg var
þá í Winnipeg-ferð, og þegar eg kom
heim og var sagt að hún væri dáin,
lofaði eg guð í huganum fyrir að hún
var búin að fá hvíld. Hin sex börnin
ólust upp á Markland, þangað til að
því kom, að þau fýsti að sjá fleira en