Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Síða 123
FRÁ KYNSLÓÐ TIL KYNSLÓÐAR
101
að færast í vöxt í landinu, og vildu
helst halda öllu í 18. aldar bænabóka
stíl, hvað hátíða tilhald snerti. Og
loksins, þegar hún hafði yfirunnið
eldri kynslóðina, þá setti veðrið sig
UPP á móti henni. Hún gekk út að
glugganum og horfði út. Veðrið var
að versna, snjórinn var byrjaður að
þyrlast í kring og stormurinn hvein
3 bæjarburstunum. Það dimdi nú óð-
Utn að, bylurinn var að komast í al-
gleyming, húsin nötruðu og hríðin
Urgaði um stofugluggana og bæjar-
þilin.
Heimasætan á Felli vissi að nú var
utséð um, að vinir hennar kæmu í
kvöld, það yrði enginn söngur, leikir
eða dans þessa nýársnótt í stofunni
á Felli. Döpur í bragði kveikti hún á
íallega stofulampanum, sem var af
uýjustu gerð og kastaði björtu ljósi
Uru alla stofuna. Lampinn rann á
gildum látúnskeðjum og var hægt að
dfaga hann fast niður að stofuborð-
inu og láta hann lýsa sem borðlampa,
eða renna honum upp undir loftið, ef
þörf var á gangrúmi. Hún dró lamp-
aun næstum því niður að borðinu, og
stóra postulíns ljóshlífin kastaði nú
^ildri birtu um stofuna.
óg ungu stúlkunni vöknaði um
augu af vonbrigðum, hér var alt und-
ifbúið, hún hafði hreinsað og fægf
aHa húsmunina í stofunni og haldið
°HU til haga af útsaum og öðrum
smáum munum, sem voru þar til
Prýðis. Gamla skattholið, sem ennþá
Var kent við afa hennar gljáði eins og
sHki. Sömuleiðis hin stóra og fallega
^ragkista móður hennar, legubekkinn
°S stólana hafði hún fægt og burstað
Vel °g vandlega. Rósofin glugga*
1-löld, sem móðjr hennar hafði keypt
^ýlega, voru mesta stofuprýði og
stofuofninn, sem foreldrar hennar
höfðu fengið í haust, hitaði stofuna á
engri stundu, og margir höfðu dáðst
að þessum miklu þægindum, sem ofn-
hitanum fylgdu. Nú var hægt að
nota stofuna árið um kring. Hún lét
ylinn frá ofninum streyma um sig og
hugsaði um, hvað hún ætti nú að
hafa sér til skemtunar þessa nýárs-
nótt; líklega yrði hún að spila púkk
við eldra fólkið inni í baðstofu, en
hana langaði meira til, að sitja hér
frammi ein sér og lesa og hún leit
löngunaraugum til bókaskápsins, sem
var feldur inn í stofuþilið fyrir miðj-
um stafni og var fullur af bókum.
Aftur gekk hún yfir að glugganum,
hlustaði á veðurhvininn úti fyrir og
óskaði með sjálfri sér, að enginn væri
á ferð í þessu veðri. Henni varð litið
í stofuspegilinn, sem hékk yfir legu-
bekknum, og henni blöskraði að sjá
ólundarsvipinn á sér. Ekki mátti hún
láta neina sjá sig svona gleðivana, á
sjálfri stórhátíðinni, svo hún brosti
glaðlega framan í sjálfa sig í spegl-
inum. í sama bili opnuðust stofu-
dyrnar og amma hennar kom inn,
sparibúin með hátíðasvip — þessum
innri ljóma friðar og ánægju, sem
var alveg sérstakur andlegur búning-
ur á stórhátíðum.
Gamla konan leit snögglega til
hennar, og brosti svo ánægjulega um
leið og hún sagði:
“Jæja, lambið mitt, mér þykir vænt
um að sjá, að þú lætur ekki á þér
sjá, þótt þú hafir orðið fyrir von-
brigðum. Það leggur enginn út í
þetta veður í kvöld — nema þá
kannske þeir gestir, sem ekki eru
sýnilegir.”
Unga heimasætan hló við um leið
og hún svaraði: