Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Page 127
FRÁ KYNSLÓÐ TIL KYNSLÓÐAR
105
hvað drengilegt og frjálsmannlegt í
svip hans og fasi. Hann var vel til
fara og kurteis í framkomu, og hún
brosti með sjálfri sér yfir því að
henni flaug í hug, að þarna væri
líklega einn huldumaður ömmu henn-
ar á ferð. En faðir hennar batt enda
á þær hugsanir með því að segja
þeim, að þessi maður væri Erlingur
Árnason snikkari, sem væri ráðinn
yfirsmiður við nýju kirkjuna, er átti
að byggja með vorinu. Presturinn í
Hlíð hafði fengið hann til að smíða
fyrir sig innanbæjar á prestssetrinu,
þar til hægt væri að byrja á kirkju-
byggingunni. Og hún kannaðist vel
yið manninn af umtali, því nýja
birkjan var eitt af áhugamálum unga
^ólksins. Hún flýtti sér inn í búr, til
aó hjálpa móður sinni og Höllu
gömlu eldabusku til að framreiða
bátíðamatinn handa fólkinu. Eftir að
búið var að borða og lesa húslestur-
lnn, var seinna um kvöldið farið að
sPila púkk og alkort, og nýársnóttin
Varð hin skemtilegasta, og gesturinn
át« sinn þátt í því.
Kirkjusmiðurinn var í viku um
kyrt á Felli, því úti var ægilegt
bimmveður, engum manni fært. Fað-
jr hennar sat löngum á tali við gest-
lnn, og virtist skemta sér vel með
þessum unga manni. En þegar hann
Var farinn, vissi hún fyrst hvað henni
kafði þótt hann skemtilegur, því bær-
lnn varð einhvernvegin einkennilega
^ómlegur. Hún hafði enga hugmynd
Urn> að huldusveinn hafði heimsótt
bana á nýársnóttina. Þegar hún opn-
aðl bæjardyrahurðina fyrir kirkju-
Stniðnum, var ástaguðinn í fylgd með
bonum og smeygði sér óboðinn inn
1 bæinn á Felli.
Rannveig gamla brosti og opnaði
augun, en um leið hvarf unga heima-
sætan, kirkjusmiðurinn og stofan á
Felli inn í huliðsheima fortíðarinnar.
Hvernig hafði hún leiðst út í það,
að hverfa svona langt til baka, lifa
upp löngu liðnar stundir og fara að
hugsa um huldufólkssögur ? Jú, auð-
vitað umhugsunin um framtíð Veigu,
dagbókin hennar, nýársnóttin og
glaumur og gleði unga fólksins, sem
voru gestir Veigu í kvöld. Og unga
fólkið nú á dögum líktist á ýmsan
hátt huldufólkinu í gömlu sögunum.
Því fylgdi gleði og glæsimenska,
allir töfrar nútímans léku í höndum
þess, hugur þess var fangaður af vél-
Um og vinnutækni nútímans og vís-
indunum sem virtust vera á góðri
leið til að verða almáttug. Vísindin
voru í raun og veru trúarbrögð nú-
tímans og framtíðar draumarnir meiri
tækni. Mannlífið var orðið þannig,
að sjónhverfingar sýndust veruleiki
0g veruleiki lífsins var nú á mörgum
sviðum orðinn að sjónhverfingum. Á
hlaupunum, sem mennirnir voru á, á
eftir öllum þessum vélarekstri, höfðu
hugsjónir mannanna, sumar hverjar
týnst úr lestinni. En það var andlega
lífið, sem gjörði mennina þess verða
að eiga skilið að kallast menn, það er
hugsunin, sem stjórnar verkum
þeirra.
Á dögunum, þegar hún veiktist af
slæmri flú, hafði hún beðið Veigu
um að láta prestinn koma, til að gefa
sér sakramentið, en Veiga kallaði
lækni, sem gaf henni sulfa-meðöl,
sem hún varð ennþá veikari af. Að
hún lifði það af, sýndi best að hennar
endadægur voru ekki komin. Henni
var enn gefinn frestur, til að bæta ráð
sitt og hugarfar. Og þrátt fyrir