Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Síða 131
FRÁ KYNSLÓÐ TIL KYNSLÓÐAR
109
sem hana langaði að skoða þegar eng-
in var í kring. Þetta var sú falleg-
asta kirkja, sem hún hafði séð og alt
þar inni svo bjart og fagurt. Friður,
hreinleiki og helgiblær hússins eins
og sljákkaði hennar eigin hugaræs-
ing. Hún gekk hægt inn kirkjugólf-
ið og stansaði hjá stólsætinu sem var
sæti móður hennar og lagði hægri
hendina á stólbríkina og litaðist um.
Alt í einu opnuðust dyrnar á skrúð-
húsinu og kirkjusmiðurinn kom út
þaðan með einhver smíðatól í hönd-
unum. Hann stóð grafkyr andartak
°g horfði á hana, en gekk svo hægt
fram gólfið og stansaði í kórdyrun-
um og sagði blátt áfram: “Þér eruð
að skoða kirkjuna, eruð þér ánægðar
weð hana?”
Hún svaraði í sama tón, að kirkjan
væri vönduð að öllum frágangi og
Prýðilega falleg.
Hún tók eftir því, að hann horfði á
hendina á henni, sem hvíldi á stól-
hakinu, og án þess að líta upp svar-
aði hann: “Hún er skárri en gamla
hirkjan var, og það er ánægjulegt, ef
hún eykur á prýði staðarins í yðar
augum, en eg vandaði sérstaklega til
smíðinnar á kvensætinu, svo það yrði
tilvonandi prestskonu sem þægileg-
ast, það var gjört eins og í þakklæt-
rsskyni fyrir gestrisnina á Felli í
vetur.”
Svo hann var að draga að gestrisni
hennar og bendla hana við prestinn!
■^eð allri þeirri fyrirlitning, sem hún
&at komið í róminn svaraði hún
huldalega: “Eg veit ekki til að kven-
sætið í Hlíðarkirkju og gestrisnin á
^elli eigi nein skuldaskifti, hvað
Sem yður kann að reiknast til.” Og
um leið sneri hún sér á hæl og gekk
hmtt fram kirkjugólfið og læsti
hurðinni á eftir sér. Faðir hennar
var að söðla Bleik og hún hljóp við
fót til hans og snaraðist á bak. Faðir
hennar horfði á hana og sagði róleg-'
ur: “Láttu þetta ekki fá neitt á þig,
því þetta eru smámunir.” Svo gekk
hann vestur með garðinum í áttina til
bæjarins.
Um leið og hún sveigði austur fyr-
ir kirkjugarðshornið, sá hún, að smið-
urinn stóð við gluggann og horfði á
eftir henni. Hún var fegin að vera
sloppin við alt, sem yfir hana hafði
dunið á þessari kirkjuferð og nú gaf
hún Bleik lausan tauminn og lofaði
honum að fara það sem hann komst
út norður nesin, sem lágu sunnan ár-
innar. Hún réði ekkert við tilfinn-
ingar sínar í dag, en grét og grét, og
þennan yndislega sumardag sá hún
tæpast fyrir tárum, og loksins þegar
kom að ánni hægði Bleikur á sér. Á
grundunum sunnan við Fell datt
henni fyrst í hug að fara ekki heim,
því fólkið, sem var heima, mundi
verða forvitið og spyrja um útlit
nýju kirkjunnar og kirkjufólkið og
allir mundu sjá, að hún hafði grátið.
Og alt í einu flaug henni í hug, að
besti staðurinn til að jafna sig í væri
hulduhvammurinn, þangað sást ekki
frá bænum og það yrði kannske meiri
friður í kirkju huldufólksins en í
nýju kirkjunni í Hlíð. Þegar þangað
kom lofaði hún Bleik að gæða sér á
fjölgresinu í hvamminum, þvoði sér
um augun í lindarvermsli er rann
undan klettinum og settist svo inn í
hálfgerða hvelfingu, sem líktist risa-
vöxnum dyrum í Kirkjufellinu. Blá-
gresi, reyr og fjólur uxu þarna inn-
an um grasið, og hér hafði hún leikið
sér, þegar hún var lítil, og stundum
horft eftir huldufólki og hlustað eftir