Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Qupperneq 133
FRÁ KYNSLÓÐ TIL KYNSLÓÐAR
111
kynslóðar. Hún ætlaði að reyna að
tala við föður Veigu.
Hún heyrði nú að einhver hljóp
léttilega upp stigann, dyrnar á her-
berginu hennar opnuðust og Veiga
kom inn, fögur eins og álfamær í
®vintýri og óskaði henni gleðilegs
nýárs. Hún var í kvöldkjól úr efni,
sem sýndist rósofið silki, perlugljái
Var á hálsfestinni hennar og arm-
kandinu og í hárinu bar hún lítinn
Perlulitan blómsveig. En Rannveig
gamla vissi að Veiga var klædd í
sjónhverfingar og töfra nútímans,
því í rauninni var hún í kjól úr hefil-
spónum, hafði mjólkurskán um háls-
mn og úlnliðinn og fiskhreistur í
hárinu. Þetta var nú skraut nútím-
ans> hugsaði gamla konan, en upphátt
Sagði hún: Eg hef nú ekkert við
hendina, Veiga mín, til að gefa þér í
nýársgjöf, en farðu þarna ofan í
skúffuna og findu gömlu gullnæl-
u°a mína. Þú mátt eiga hana og hún
er það, sem hún sýnist vera.”
^eiga brosti og sagði: “Nei amma,
naeluna tek eg ekki, fyr en eftir þinn
^ag. en það er önnur nýársgjöf, sem
langar til að þú gefir mér. —
Hvernig geðjast þér að Stíg?”
Eftir útliti hans að dæma, hefir
Pu ekki valið af verri endanum. Hann
er drengilegur og greindarlegur mað-
Ur.”
,Vilt þú þá leggja blessun þína
okkur?”
t>að er eg búin að gera barnið
framtíðar hamingja þín, var ný-
arsóskin mín í kvöld.”
, Því hefir þú þessa trú á nýárs-
n°ttinni?”
í*að eru víst eftirstöðvar af ís-
ens*ri þjóðtrú.”
“Er það þá í sambandi við þessa
þjóðtrú þína að faðir minn reynir
ævinlega að gjöra þér eitthvað til
ánægju á nýársnóttina?” spurði
Veiga brosandi.
“Já, hann byrjaði á því eftir að afi
þinn dó. Faðir þinn er góðhjartaður
maður og hann vill þér vel Veiga
min.
“Þér er þá kunnugt um, að hann
var úfinn í morgun, þegar eg sagði
foreldrum mínum frá því, að eg ætl-
aði að gifta.mig, það var mér nýtt frá
pabba, sem ævinlega gjörir alt fyrir
mig. Eg flýtti mér út, því eg vildi
ekki að færi í neitt orðakast, okkar á
milli, út af þessu. Eg var með Stíg í
allan dag og bauð hingað gestum í
kvöld, til þess að enginn tími gæfist
til að tala um einkamál mín. Eg var
að hugsa um, hvernig hægt væri að
ráða fram úr þessu máli á friðsam-
legan hátt, því eg gifti mig, og mér
datt í hug, að biðja þig að tala við
foreldra mína, einkum föður minn,
núna í kvöld.”
“Já, eg skal tala við föður þinn, en
eg neyði ekkert loforð út úr honum
eins og nýársgjöf. Það eru svik við
góðvilja hans, en ef hann vill gleðja
mig sjálfviljugur, með því að gefa
sitt samþykki, þá er það annað mál.
Eg er að sumu leyti á sama máli og
foreldrar þínir, þú ert að vinda nokk-
uð bráðan bug að þessari giftingu
þinni, frá sjónarmiði foreldra þinna:
þú kemur heim í gær nýtrúlofuð ó-
kunnugum manni, í morgun ertu búin
að ákveða, að gifta þig strax, án þess
að þekkja manninn nokkuð, að eg
ekki tali um foreldra þína, sem aldrei
hafa séð hann fyr.”
“Aldrei séð hann fyr! Eg hugsaði
að þau mundu þekkja hann! Það er