Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Page 134
112
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
eins og vant er, fötin og atvinnan,
sem mönnum er gefin gaumur fyrir.
Eg hugsaði ekkert út í þetta. Þú
manst að fyrir tveim árum fór eg með
foreldrum mínum á frídaga vestur í
f jöll. Gistihúsið, sem við bjuggum í,
leigði bíla, svo gestirnir gætu séð sig
um. Stígur keyrði einn bílinn. Þessi
ungi maður var háskólanemandi, sem
var að vinna í sumarfríinu sínu fyrir
skólagjaldi. Eg geri svo margt, sem
er óviðeigandi, eins og þú veist amma,
og eg kyntist þessum keyrara meira
en foreldrum mínum var kunnugt
um. Við skildum hálf-trúlofuð, hann
átti eftir eitt ár við háskólann vestra.
Þegar hann var útskrifaður gekk
hann í herinn, og nú er hann bráðum
útskrifaður úr þeim skóla. í sumar
sem leið, kom hann hér og stansaði
eina klukkustund á milli lesta, sem
fluttu hermenn á milli herbúða. Við
skildum þá trúlofuð og kom saman
um, að framtíðin væri svo í lausu
lofti, að ef til vill hefðum við frá
engu að segja. f gær þegar hann
kom til að sjá mig í fríinu sínu, kom
okkur saman um, að tína upp molana,
sem nú á dögum, eru hlutskifti okkar
unga fólksins og vera saman þann
stutta tíma, sem eftir er, þar til hann
leggur á hafið. Eg veit vel hvers-
vegna faðir minn er á móti þessari
giftingu minni, hann er hræddur um,
að Stígur verði ef til vill einn þeirra,
sem ekki komi aftur, eða þá að hann
komi ekki til baka samur maður. Eg
hefi hugsað um þetta frá öllum hlið-
um og eftir því, sem eg hugsa meira,
verða eg ákveðnari. Á meðan við
erum saman, verða dagarnir langir
og glaðir og minningin innlegg fyrir
framtíðina, ef við sjáumst ekki aftur.
Og ef hann kemur aftur heim ör-
kumla maður, þá er eg hraust og sterk
og foreldrar mínir hafa séð til þess
að eg hefi fengið góða mentun, se111
undir öllum kringumstæðum er hjálp-
Eg treysti ást okkar og forsjóninni-
Tárin stóðu í augum Veigu, og hún
stóð á fætur og reikaði um gólfið.
Gamla konan sagði lágt: “Segðit
föður þínum að mig langi til að tala
við hann.”
Veiga gekk yfir að rúminu, kys11
ömmu sína á ennið og hvíslaði: “^u
ert svo bænheit amma, biddu fyr>r
lífi Stígs.”
Eftir að allir gestirnir voru farn-
ir kom faðir Veigu til hennar °S
lagði handlegginn yfir herðar henn1
og sagði hlýlega: “Veiga mín, v1^
verðum víst að hraða giftingu þinn1*
því ömmu þína langar til að sjá þi£ 1
brúðarskartinu.”
En giftingunni var frestað fáeir>a
daga, því um nóttina, skömmu fyrlf
dagrenning, flutti Rannveig gan1^a
Anderson búferlum inn í huliðshei1Iia
eilífðarinnar.