Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Síða 135
Tuttugasta og fimta ársþing Þjóðræknisfélags
íslendinga í Vesturheimi
var sett af forseta þess dr. Richard Beck í
Good Templara húsinu við Sargent Ave..
í Winnipeg, 21. febrúar 1944, kl. 10 f. h.
að viðstöddu fjölmenni. Þingið var hafið
með því að forseti lét syngja sálminn
“Faðir andanna” og bæn er séra Har-
aldur Sigmar, forseti Lúterska kirkju-
félagsins, flutti. Að lokinni þingsetning-
arathöfninni, las ritari þingboð, er birt
hafði verið í báðum íslensku vikublöð-
unum og eftirfylgjandi áætlaða dag
skrá:
1. Þingsetning.
2. Ávarp forseta.
3. Kosning kjörbréfanefndar.
4. Kosning dagskrárnefndar.
5. Skýrslur embættismanna.
6. Skýrslur deilda.
7. Skýrslur milliþinganefnda.
8. Útbreiðslumál.
9. Fjármál.
10. Fræðslumál.
11. Samvinnumál.
12. Útgáfumál.
13. Bókasafnið.
14. Kosning embættismanna
15. Ný mál.
16. Ólokin störf og þingslit.
Þing verður sett kl. 9.30 á mánudags-
m°rguninn 21. febrúar og verður fundur
«1 kvelds. Um kveldið heldur “The
fcelandic Canadian Club skemtisam-
komu i efri sal Good Templara hússins.
Á þriðjudag verða þingfundir bæði
fyrir og eftir miðjan dag. Að kveldinu
itddur deildin “Frón” sitt árlega Islend-
iúgamót.
Á miðvikudaginn verða þingfundir og
fara fram kosningar emíbættismanna.
Áð kveldinu verður 25 ára afmælis
bjóðræknisfélagsins minst með skemti-
samkomu sem haldin verður á Marl-
borough hótel.
Winnipeg 2. febrúar 1944.
i umboði stjórnarnefndar Þjóðrækn-
isfélagsins.
Richard Beck, forseti
J. J. Bíldfell, ritari
Þegar hér var komið störfum þingsins
kom umboðsmaður íslands, herra biskup
Sigurgeir Sigurðsson, á þingið og bauð
forseti hann velkominn. Svaraði bisk-
upinn með fögrum og vel viðeigandi
orðum ávarpi forseta. Að því loknu flutti
forseti ávarp sitt sem var ítarlegt og
snjalt.
AVARP FORSETA
Heiðursgestur vor frá Islandi!
Aðrir góðir gestir!
Háttvirti þingheimur!
Þetta ársþing markar timamót í sögu
félags vors, aldarfjórðungsafmæli þess.
Tuttugu og fimm ár eru að vísu eigi
langt tímabil í ævi þjóða eða kynstofna,
en í sögu hvers félagsskapar sem er, má
það nokkur viðburður teljast, er ham.
hefir náð þeim aldri. Hann er þá
kominn á þroskaár, búinn að skjóta all-
djúpum rótum í jarðveg þjóðfélags-
heildarinnar og sýna í verki, að hann a
eitthvert erindi til samtíðarinnar; ella
myndi félagsskapurinn eigi hafa lifað
og blómgast.
Alt þetta má með sanni segja um
Þjóðræknisfélag Islendinga í Vestur-
heimi. Það hefir með margvíslegum
hætti á liðnum aldarfjórðungi langt um
meir en réttlætt tilveru sína, svo að
margir munu vafalaust mæla, að happa-
spor hafi stigið verið með stofnun þess,
þó að eigi hafi rætst að fullu fegurstu
eða djörfustu draumar þeirra, sem mest
hafa vænst af því og hugstæðust hefir
verið frjósöm varðveisla íslenskra menn-
ingarerfða í landi hér. Enda verður svo