Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Page 136

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Page 136
114 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA löngum, að djúp skilur drauma og at- hafnir vor mannanna barna. En þvi hefir þessi félagsskapur vor lifað og dafnað fram á þennan dag, að hann hefir frá byrjun átt mikil ítök í hugum almennings, þó eigi hafi allir séð eða skilið til fulls nauðsyn hans eða hlutverk. En ánægjulegt er að geta sagt það á þessu afmælisþingi, að félagið hefir undanfarið átt vaxandi vinsældum að fagna; spáir það góðu um fram- haldsstarf þess, ef vel og drengilega er á málunum haldið og hvergi hvikað frá settu marki. Hitt má þeim aldrei gleym- ast, sem þar er forusta falin, eða félags- mönnum í heild sinni, að sem víðtæk- astur góðhugur almennings er það bjarg, sem heill félagsins og framtíð byggist á um komandi ár. En jafnframt því, sem á það er minst, að það var með almennum samtökum íslendinga hér vestra, að allsherjar Þjóðræknisfélag þeirra var stofnað fyrir 25 árum síðan, er oss einnig skylt að minnast þess með þakklátum huga, að oss voru þá, eins og svo oft síðar, réttar bróðurhendur til styrktar heiman um haf, því að samtimis var stofnað heima á isiandi, til samvinnu við hið nýstofn- aða félag vort hérna megin hafsins, fé- lagið “islendingur”, sem margir fremstu og ágætustu menn heimaþjóðarinnar stóðu að. Létu þeir eigi lenda við orðin tóm um samvinnuna við oss, því að þeg- ar á næsta hausti sendu þeir hingað vestur til fyrirlestrahalda um íslensk menningar- og þjóðræknismál hinn snjaliasta og prýðilegasta mann, þar sem var séra Kjartan Helgason, er sjálft Alþingi islands hafði styrkt til farar- innar. Varð og sú raunin á, að hann fór hina mestu sigurför um íslenskar bygðir hérlendis og aflaði félagi voru og mál- stað þess trausts og vinsælda með komu sinni. Sagan endurtekur sig, segir orðtakið. Sannast það eftirminnilega og fagurlega á oss þjóðræknismönnum á þessu þingi félags vors. Á aldarfjórðungsafmæli þess, rétt eins og við stofnun þess, hafa oss verið réttar örlátar bróðurhendur til samtaka og hvatningar heiman yfir hið breiða haf. Ríkisstjórn íslands hefir sýnt oss mikinn virðingarvott og vin- semdar með þvi að senda oss á þessum tímamótum, sem fulltrúa sinn og ís- lensku þjóðarinnar, annan mikilhæfan og ágætan kirkjunnar mann, að þessu sinni sjálfan biskupinn yfir Islandi, herra Sigurgeir Sigurðsson. Bjóðum vér hann hjartanlega velkominn á þing vort og í vorn hóp, og vonum, að dvöl hans vor á meðal verði honum sem á- nægjulegust í alla staði. Á þessum slóðum búum vér löngum við vetrarríki mikið og er því þörf sum- arauka. Vitum vér, að koma Sigurgeirs biskups verður oss slikur sumarauki í öllum skilningi, efling bræðrabandsins yfir hafið og vakning í þjóðræknismál- unum. En hann er oss áður að góðu kunnur, meðal annars af einkar hlýlegu samfagnaðarskeyti, er hann sendi oss á 20 ára afmæli félags vors og þá eigi síður af hinni fögru og drengilegu jóla- kveðju, er hann sendi oss á hljómplötu, og fann hún þann hljómgrunn í hjörtum vorum, að flestum mun enn í fersku minni. Vona eg einnig og veit, að hinum virðulega gesti muni reynast íslensk gestrisni enn svo vel lifandi og hjarta- heit í bygðum vorum, að hann finni eigi um of til vetrarkuldans, þó að svalan kunni um hann að næða hér á víðfeðmu sléttuhafinu. ★ Af þeim sjónarhól, er vér nú stöndum á, aldarfjórðungsafmæli félagsins, verð- ur oss að vonum litið um öxl yfir farinn veg. Á slíkum stundum verða eyru vor næmari á þyt líðandi tíðar og raddir liðinna ára. Líkt og mynd á tjaldi renn- ur viðburðarík saga félags vors fram fyrir hugskotsaugum vorum og gæðist lífi og litum. Verður oss sérstaklega staðnæmst við þá menn og þær konur, sem á undan oss gengu og ruddu oss veg “til áfangans þar, sem vér stönd- um.” Minnumst vér með djúpri virðingu og einlægu þakklæti foringja vorra, sem þögul moldin geymir, hinna mikilhæfu forseta félags vors, þeirra séra Rögnvald' ar Péturssonar, séra Jónas A. Sigurðsson og séra Ragnar E. Kvaran, er jafnan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.