Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Síða 139
ÞINGTÍÐINDl
117
samvinnu meðal íslendinga austan hafs
°g vestan.”
Að sjálfsögðu geta menn eigi orðið
hinu nýja landi veitandi í menningar-
legum skilningi, nema þeir hafi tileink-
að sér menningararfleifð stofnþjóðar
sinnar, varðveiti þá menningu og geri
hana ávaxtaríka í lífi sínu, en í þeim
ftienningararfi felst bæði tunga, bók-
toentir og saga þjóðarinnar, er allar
sPegla hina sérstæðu lífsreynslu henn-
ar, hugsjónir, sál og einstaklingseðli.
En þegar eg hugsa um lífrænt eðli og
broskamátt dýrkeyptrar menningar
Þjóðar vorrar, kemur mér í hug íslensk
berglind. Vér, sem fædd erum og upp-
alin á íslandi, minnumst slíkrar lindar,
er fyrir oss varð á ýmsum stöðum í hlíð-
hm og fjöllum uppi, og sérstaklega
^aunum vér hversu hrein slík lind var
°g tær, og hversu hressandi svaladrykk
var þar að finna sárfættum smala eða
langferðamanni. 1 andlegum skilningi
er íafn hressandi svaladrykk að finna í
°rðlist og auðlegð íslenskrar tungu og
binum ágætustu bókmentum Islendinga
að fornu og nýju, ekki síst fornsögum
v°rum.
Um tigna tungu vora farast dr. Guð-
^Pundi Finnbogasyni þannig orð í rit-
Serð sinni “Hreint mál”: “Islenskan lyft-
lr öllum börnum sínum á sama sjónar-
hól og gefur hverjum, sem kann að
^ggja, alt það mannvit, sem í hann
hefir verið lagt á liðnum öldum. Hún
gefur svo gott skygni yfir aldirnar af því
að hún er svo hrein.”
5 íslendingasögum er löngum heið-
rihja, hreinviðri og fjallaloft, og þvi er
andleg hressing að viðra sig í and-
rumslofti þeirra. Þessvegna er það
einnig réttmæli, sem dr. Einar Ól.
hveinsson segir í hinu merka riti sínu
iurlungaöld: “Margar fornar sögur
Vekja í huga lesandans þá tilfinningu,
hann sé staddur uppi á fjalli og sjái
Paðan vítt yfir landið. Lof sé þeirri
Móðrnenningu, sem lætur mönnum líða
Vei. ennþá meira lof þó þeirri, sem
hapar einhver þau verk, sem hafa í sér
Varanlegt gildi.”
^einasta málsgrein stefnuskrár félags
vors, um aukin samskifti milli Islend-
inga austan hafs og vestan, bendir til
þeirrar nauðsynjar, sem öllum ætti að
vera augljós, að því aðeins verður vor
menningarlega arfleifð til langframa
varðveitt og ávöxtuð í landi hér, að vér
stöndum í sem nánustu og stöðugustu
sambandi við þann jarðveg, sem hún á
rætur sinar í og dregur næringu sína úr,
vort söguríka og svipmikla ættarland.
Minnug þess tökum við undir með Ein-
ari skáldi Benediktssyni:
Standa skal í starfsemd andans
stofninn einn, með greinum tveim:
Brúnni slær á Atlantsál
okkar feðramál —
Islands fagra, sterka mál.
En það er fleira heldur en hin glæsta
og sterka taug tungunnar, hinn gullni
lykill að bókmentafjársjóðum vorum,
sem tengir Islendinga saman yfir hinn
breiða útsæ. Öll eigum vér, sem íslenskt
blóð rennur í æðum, þegnrétt í hinu ís-
lenska ríki andans. Óhögguð standa
orð séra Matthíasar Jochumssonar:
Saga þín er saga vor,
sómi þinn vor æra;
tár þín lika tárin vor,
tignarlandið kæra.
Þessi sannindi voru einnig efst i huga
Sveins Björnssonar, ríkisstjóra íslands.
er hann komst þannig að orði i hinni
íturhugsuðu og vinsamlegu kveðju
sinni, er hann sendi oss á hljómplötu
fyrir þrem árum síðan: “Ykkar saga er
saga íslands. Þá sögu er ekki lokið að
skrifa ennþá. Og þið eigið ykkar þátt í
að skrifa þá sögu. Eigum við ekki að
koma okkur saman um að reyna að
skrifa hana sem besta, Islandi til gagns
og sóma?”
Við þeim orðum viljum vér bregðast
sem drengilegast. Og þar sem vér minn-
umst þess jafnframt, að heimaþjóð vor á
nú, vegna hernámsins, við margvísleg
vandkvæði að glíma, og um sárt að
binda, vegna manntjóns af styrjaldar-
völdum, vottum vér henni hugheilasta