Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Page 145
ÞINGTÍÐINDI
123
einnig að hafa það hugfast, að þrátt
fyrir hið nýja landnám félagsins á liðnu
ári, hefir það enn eigi náð fótfestu með
deildarstofnun i ýmsum mannmörgum
bygðum vorum, svo sem að Lundar og
norður við Manitoba-vatn, að eigi séu
aðrir staðir tilgreindir. Eigi eru heldur
nærri allir íslendingar í landi hér, sem
ættu að styðja félagið að starfi, innan
vébanda þess. Næg eru því verkefnin
framundan og eggjandi til starfa að
sama skapi, eða svo ætti það að vera.
Er þó ótalið það verkefnið, sem knýj-
andi er um önnur fram, aukið samband
við hina yngri kynslóð vora, með víð-
tækara islenskunámi eða annari fræð-
slu og samvinnu, sem líklegt er til að
tengja þá kynslóð nánar félagsskap
vorum og glæða henni skilningi og ást
á íslenskum menningarerfðum.
Eigi verður lausn fundin á fyrgreind-
um verkefnum félagsins án umhugsun-
ar eða fyrirhafnar. Vakandi og frjó-
samt framhaldsstarf vort, eins og alt
annað, sem einhvers verulega er virði í
iífinu, krefst fórna af vorri hálfu, og eigi
siður sigurtrúar, sem horfist djarflega i
augu við erfiðleikana, en lætur þá ekki
árekka sér þrótt úr taugum eða hella
köldu vatni á áhugaeld hjarta sins.
Karlmenskulund hefir altaf verið rík í
íslendingseðlinu og eitthvert fegursta
einkenni þess, eins og fram kemur í orð-
Unum fornu (færð til nútíðarstafsetn-
iugar): “Það skaltu vita, að enn lifa
hendur Hrólfs, þó fæturnir séu farnir.”
1 þeim hug, sem skilur hvað við er að
glíma, en lætur erfiðleikana eigi buga
s^g, sæmir oss að ganga að þingstörfum
a þessum timamótum í sögu félags vors.
■^legi oss auðnast að leysa vandamál vor
a sem drengilegastan og framsýnastan
uátt, sjálfum oss og þjóð vorri til sæmd-
ar> og þeim, er fylgja oss í spor, til fag-
Urs fyrirdæmis og varanlegrar nytsemd-
ar.
RICHARD BECK
Séra V. J. Eylands lagði til, og Á. P.
Jóhannson studdi, að ávarpinu sé veitt
^óttaka með þökk og virðing og var það
samþykt.
Guðmann Levy lagði til og H. Hjalta-
lín studdi, að forseti skipi þrjá menn i
dagskrárnefnd og var það samþykt. —
Þessir skipaðir Á. P. Jóhannsson, Dr. S.
E. Björnsson og Þorsteinn Gislason.
Á. P. Jóhannsson stakk upp á og H.
Hjaltalín studdi, að forseta sé falið að
skipa þrjá menn í kjörbréfanefnd. —
Samþykt. Þessir skipaðir: Guðmann
Levy, Mrs. P. S. Pálsson og Guðmundur
Eyford.
Skrifari gaf munnlega skýrslu. Kvað
hann ellefu fundi hafa verið haldna á
árinu og áhugamál félagsins rædd og
athuguð ítarlega af stjórnarnefndinni.
Skýrsla hans var meðtekin.
Féhirðir lagði þá fram skýrslu sina.
Var hún prentuð og útbýtt á meðal
þingmanna, áður en féhirðir hóf mál
sitt. Að lokinni fjármálaræðu féhirðis,
hr. Ásm. P. Jóhannssonar, lagði fjár-
málaritari, hr. Guðmann Levy, fram
skýrslu sína. Kvað hann starfið hafa
gengið vel á árinu og viðskifti öll greið-
lega. Skjalavörður, hr. Ólafur Péturs-
son, lagði og fram skýrslu sína með
ítarlegum skýringum.
Reikningur féhirðis
yfir tekjur og útgjöld Þjóðræknisfélags
Isiendinga í Vesturheimi frá 17.
febr. 1943 til 9. febr. 1944.
TEKJUR:
17. febr. 1943:
Á Landsbanka Islands .......$ 1.80
Á Royal Bank of Canada...... 1,468.96
$1,470.76
Frá fjármálaritara ...........$ 618.87
Fyrir auglýsingar í XXIII. árg.
Tímaritsins ................... 3.00
Fyrir auglýsingar í XXIV. árg.
Tímaritsins ............... 1,914.75
Fyrir auglýsingar í XXV. árg.
Timaritsins ................. 250.00
Ágóði af Barnasamkomu Laug-
ardagsskólans ................ 68.60
Fyrir seldar kenslubækur...... 137.20
Samskot til hjálpar Rússum.... 48.40