Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Side 148
126
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
VIII. árg 204
IX. árg 141
X. árg 369
XI. árg 355
XII. árg 547
XIII. árg 193
XIV. árg 252
XV. árg 183
XVI. árg 159
XVII. árg 148
XVHI. árg 55
XIX. árg 23
XX. árg 259
XXI. árg 116
XXII. árg 91
XXIII. árg 109
XXIV. árg 16
Alls 5065
Til íslands hafa verið seld 744 Tímarit af
eldri árg. I.—XXIII.
Deildin “Frón” hefir umsjón yfir aðal-
bókasafni félagsins og mun leggja
fram skýrslu því viðvíkjandi.
Ó. Pétursson, skjalavörður
—Winnipeg, Man., 9. febr., 1944.
Séra V. J. Eylands lagði til, H. Ólafs-
son studdi, að skýrslum féhirðis, fjár-
málaritara og skjalavarðar sé veitt mót-
taka. Samþýkt.
Þá var fundi frestað til kl. 2 e. h.
ANNAR FUNDUR
Annar fundur settur kl. 2 e. h. Forseti
,gátT þess, að kjörbréfanefndin hefði enn
ekki lokið starfa sínum.
Á. P. Jóhannsson, formaður dagskrár-
nefndar kvað þá nefnd vera reiðubúna,
með þingsálit sitt. Bað forseti hann að
flytja þinginu álitið. Framsögumaður
kvað nefndina leggja til, að dagskráin
væri samþykt eins og hún hefði verið
auglýst í blöðunum, með því viðbættu,
að einum lið sé breytt, sem verði sjötti
liður og hljóði: Ávarp biskups Islands,
en að sjötti liður auglýstu dagskrárinn-
ar verði að sjöunda lið o. s. frv. Einnig
að þvi ákvæði sé bætt inn í 15. lið, að
kosningar embættismanna fari fram kl.
2 e. h. þann 23. febrúar.
Guðmundur Jónasson lagði til og Ein-
ar Magnússon studdi, að dagskrá þings-
ins sé samþykt með greindum breyting-
um. Samþykt.
SKÝRSLUR
frá deildum Þjóðrœknisfélagsins
fyrir árið 1943.
Ársskýrsla deildarinnar "Báran"
fyrir árið 1943
Deildin “Báran” á Mountain hefir
ekki mjög langan athafnaferil að baki
sér fyrir s. 1. ár, en þó má geta þess, sem
gert er.
Fundir hafa verið haldnir margir á
árinu eða 5 alls, af þeim voru 3 sem
stjórnarnefndin hafði.
Deildin hélt aðallega eina samkomu
á árinu; var hún haldin á Mountain Þ-
17. júni, var ágætlega sótt og að allra
dómi hin besta.
Mr. Th. Thorleifsson á Garðar æfði
barnakór sem söng þar, auk þess sóló-
söngvar. Nefndin var svo lánsöm að fa
á þessa samkomu Dr. Beck og Mr. J-
Bildfell, sem báðir fluttu ágæt erindi,
auk annara, sem skemtu fólki með stutt-
um ræðum.
Báran minnist þess nú við þessi tíma-
mót, að nokkrir félagsmenn og konur
hafa farið í burtu frá okkur, sumir dánir
og enn aðrir flutt sig í ný pláss. Þannig
var það með Mr. og Mrs. S. S. Laxdal og
Mr. og Mrs. Halldór Björnson, sem öll
fluttu vestur á Kyrrahafsströnd.
I tilefni af þessu stóð Báran fyr11
kveðjusamsætum, sem bæði voru hald
in á Mountain, fyrir Laxdals hjón 5. júH
— og fyrir Björnssons hjónin 27. ágúst-
Um báðar þessar samkomur var skrifað
i íslenku blöðin og vísast til þess, sem
þar er sagt.
Það var mikil eftirsjá að báðum þess-
um ágætu hjónum. Mr. Laxdal var
fyrsti forseti deildarinnar hér á Moun-
tan, og reyndist hinn ágætasti formaður
Þau Björnssons hjón, Halldór og Ja!<
obína, voru einnig ágætir félagsmenn
hvort á sínu sviði. Halldór bókavörðui