Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Side 150
128
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Ársskýrsla "Esjunnar" í Árborg
Þó að vísu ekki vœri haldnir nema
þrir fundir á árinu hefir á þessum fund-
um komið fram talsverður áhugi fyrir
starfsemi félagsins. Fundirnir sjálfir
voru allvel sóttir og höfðu menn ýmis-
legt til fróðleiks og skemtunar á þeim,
s.s. upplestur, kvæðaflutning, spurning-
ar og svör, visubotnanir og samsöngur.
Er nú á döfinni samkepni i skáldskap
sem kemur á næstunni því nóg eru skáld
í félaginu, sem eru fús á það að reyna
sina íþrótt.
Meðlimatal er 72 og verður meira
seinna. Skólinn byrjaði upp úr áramót-
um og hefir verið með reglu á hverjum
laugardegi síðan. Það eru um 30 börn
og flest íslensk. Þó eru þar með 4 pólsk,
eitt enskt og eitt franskt sem öll eru nu
að verða stautfær í málinu og er tals-
verður áhugi hjá þeim öllum við námið.
Bækurnar frá islandi hafa komið að
góðu haldi og finst oss að sem flestir
landar ætti að nota þær hvar sem er á
hnettinum, til þess að kenna börnum
sínum málið. Ýmislegt hefir verið rætt
á fundunum og meðal annars það hvort
þessir islensku skólar myndu nokkurn
tíma eiga kost á framhaldsnámi í mál-
inu og er þeirri hugmynd beint til þeirra
sem með völdin fara, og er þar auðvitað
átt við stofnun islenskudeildar við æðri
mentastofnanir landsins, sem fyr á ár-
um reyndist vel á meðan þess naut við
og var okkar þjóðarbroti bæði til sóma
og uppbyggingar. Vér erum mint á það
að, “áfram og upp á við”, vildu fyrstu
landar hafa fyrir einkunnarorð sín i
Vesturheimi, og sýndu þeir oft i verkinu
að hugur fylgdi því máli.
Eignir Esjunnar eru aðallega fólkið,
sem henni tilheyrir sem er ramíslenskt
og áhugasamt fyrir öllu því sem við
kemur Islandi og íslenskri tungu, sem
öllum kemur saman um að sé fegursta
tungumál jarðarinnar, og þó víðar væri
leitað. Fyrir utan það er gott bókasafn
sem telur 830 bindi og eru i þvi margar
merkilegar bækur eins og Flateyjarbók
og Saga Diðriks konungs af Bern og
svo auðvitað íslendingasögurnar og
Eddurnar og margt fleira frá fornöldinni
og margt sem út hefir verið gefið á síð-
ari árum. Mikið er lesið, um 600 bækur
lesnar á árinu eða um 9 bækur hver
meðlimur, en hvað mikið festist í minn-
inu er ekki hægt að bókfæra, þó mun
það vera talsvert. Nokkur viðbót bóka
hefir átt sér stað en það er varla teljandi
eins og skiljanlegt er með því verði sem
á þeim er nú. Fjármunir félagsins eru
af skornum skamti og fremur tekjuhallí
en hitt þetta ár, sem er þó ekki alvar-
legur.
í núverandi stjórnarnefnd Esjunnar
eru þessir: forseti, frú Marja Björnson;
vara-forseti, Valdi Jóhannesson; ritari,
frú Herdís Eiríksson; vara-ritari, G. O.
Einarsson; gjaldkeri, Dr. S. E. Björnson;
fjármálaritari, Tigmóteus Böðvarsson;
bókavörður, Dr. Sveinn E. Björnson.
Kennarar á íslenskuskólanum eru: fr'1
Marja Björnson, Frú Herdís Eiríksson,
frú Lóa Ólafsson, frú Guðrún Thorsteins-
son og frú María Sim, er kennir islensk-
an söng á skólanum. Eru þessir kenn-
arar í óða önn að undirbúa samkomu
sem á að haldast.
Rituð og lesin af
Dr. S. E. Björnsson
Samþykt að veita skýrslunni móttök'1
samkvæmt uppástungu frá Páli Gu
mundssyni og Guðmundi Jónassyni-
Ársskýrsla þjóðrœknisdeildarinnnr
"Brúin" í Selkirk fyrir órið 1943-
Á þessu síðast liðna ári hafa veUð
hafðir fjórir starfsfundir og þrjár arðb,e.1
andi samkomur. Var ein þeirra hal
síðast liðið vor og viljum við Þal<"i)
prógramfólki sem kom til að skem
okkur heima fyrir. Voru það Dr. °e ’
Mr. og Mrs. Einar P. Jónsson, Pal1 ^
Pálsson og Gunnar Erlendsson,
það ekki með orðum lýst hvaða anse?jj.
við höfðum af heimsókn þessari, °g
um við hér með þakka þeim góðvi J
að koma til okkar.
Næst skal minnast svolítið á kensl ^
störf deildarinnar. Er kenslan b^ó[a
fyrir nokkru og er höfð í einum
bæjarins með fjórum kennurum og