Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Page 151
ÞINGTÍÐINDI
129
fjörutíu og fimtiu nemendum. Sýnast
börnin bera góðan áhuga á að nota sér
þetta tækifæri.
Á þessu síðastliðna ári hafa þrír með-
limir deildarinnar dáið. Minnumst við
þeirra með virðingu. Voru það: hr.
Bjarni Dalman, sem var forseti deildar-
innar og bar hann mikinn áhuga fyrir
starfinu, einnig Mr. og Mrs. Bjarni Þor-
steinsson.
Bókasafn deildarinnar fer stækkandi
ár frá ári.
Meðlimir deildarinnar hafa heldur
aukist á þessu síðasta ári — eru nú 65
borgandi meðlimir.
Inntektir á árinu ...........$ 231.66
Dtgjöld á árinu ............. 207.79
1 sjóði ....................$ 23.87
Guðrún ísfeld, skrifari
Á. P. Jóhannsson lagði til að skýrsl-
Unni sé veitt móttaka, Guðmundur
Jónasson studdi. Samþykt.
Skýrsla frá deildinni "Skjaldborg"
Á árinu hafa verið haldnir þrír nefnd-
arfundir og einn almennur ársfundur.
Nefndin hefir ákveðið að starfa af
óllu megni í sambandi við forstöðunefnd
lestrarfélagsins “Morgunstjarnan”. —
Hefir verið ráðgert að setja á stað sam-
bornu bráðlega, svo hægt væri að byrja
a® binda inn bækur og kaupa nýjar.
Einnig var haldin afmælissamkoma
þessarar deildar s. 1. sumar; Dr. Richard
Heck, forseti Þjóðræknisfélagsins sýndi
°kkur þann heiður að heimsækja Mikl-
ey á þeim tíma, flutti hann bæði fróð-
^egt og skemtilegt erindi á samkomunni.
íslenska hefir verið kend í sambandi
sunnudagaskólann eins og að und-
ar>förnu, með góðum árangri.
Sökum þess að fólk er að flytja burt
ira Mikley og líka það að ungu menn-
Jthir okkar hafa verið kallaðir burt í
aerþjónustu, þá er meðlimatalan heldur
htinni en á síðasta ári.
Heildin “Skjaldborg” sendir sinar
estu heillaóskir til þingsins.
Mrs. H. W. Sigurgeirson,
el2i K. Tómasson forseti
Mrs. E. P. Jónsson og Páll Guðmunds-
son lögðu til að skýrslunni sé veitt mót-
taka. Samþykt.
Skýrsla deildarinnar "Frón"
fyrir órið 1943
Þrír opnir fundir voru haldnir á árinu
við yfirleitt ágætri aðsókn. Áhugi fyrir
þjóðræknismálum virðist vera fyllilega
eins mikill og að undanförnu. Félaga-
tala deildarinnar i árslok var 190.
Meðal þeirra er skemtu á opnum
fundum voru: Finnur Johnson, erindi er
hann nefndi “Reykjavík”; Hannes Pét-
urson um “Framtíðarhorfur”, og Jón J.
Bíldfell erindi er hann nefndi “Winnipeg
Islendingar og þjóðrækni”.
Einnig sýndu þeir sr. V. J. Eylands og
J. J. Bíldfell hreyfimyndir af norður-
hluta Canada. Með upplestri og kvæð-
um skemtu Mrs. Soffía Wathne, P. S.
Pálsson og Lúðvík Kristjánsson. Með
söng Miss Margrét Helgason og Mrs. R.
Gíslason. Með vikivaka danssýningu
nokkur börn laugardagsskólans undir
umsjón Mrs. H. F. Danielson.
Bókasafn deildarinnar var starfrækt
eins og að undanförnu við mikla aðsókn.
meðlima.
Embættismenn deildarinnar eru nú:
Jón J. Bíldfell, forseti; Stefán Einarsson^
vara-forseti; Sigurbjörn Sigurdson, rit-
ari; Hjálmar Gíslason, vara-ritari; Joch-
um Ásgeirsson, féhirðir; Davíð Björns-
son, vara-féhirðir; Sveinn Pálmason,.
fjármálaritari; Karl Jónasson, vara-
fjármálaritari. Yfirskoðunarmenn eru:
þeir Jóhann Th. Beck og Grettir L. Jó-
hannsson.
S. Sigurdson, ritari’
—Winnipeg, Man., 21 febr. 1944.
Á. P. Jóhannsson og Þorsteinn Gísla-
son lögðu til að skýrslu Fróns sé veitt
móttaka. Samþykt.