Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Side 152
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
130
Skýrsla deildarinnar "Fjallkonan"
Wynyard, 19. febr. 1944.
Dr. Richard Beck, forseti Þjóðrœknis-
félags Islendinga í Vesturheimi.
Kæri Dr. Beck:
Vér, félagar deildarinnar “Fjallkonan”
óskum Þjóðræknisfélagi íslendinga i
Vesturheimi, allrar blessunar, á þessu
25 ára afmæli félagsins. Megi það vaxa
að visku og náð, og megi þetta 25. árs-
þing þess, verða hið ánægjulegasta, og
hið gæfuríkasta, sem enn hefir verið
haldið.
Það gleður okkur mikið, að ættland
vort skyldi meta þessa viðleitni okkar,
að halda við því besta, sem við höfum í
arf þegið, svo mikið, að senda einn sinn
ágætasta mann, biskup landsins, til að
mæta fyrir sína hönd á þessu 25. ári
félagsins. Ætti það að vera hvöt til okk-
ar, að leggja ekki árar í bát, heldur gera
alt sem við getum, til að verðskulda þá
viðurkenningu.
Ennfremur viljum vér taka undir með
öllum íslendingum vestan hafs, pg bjóða
Sigurgeir biskup velkominn hingað til
okkar, og óskum að dvöl hans meðal
okkar hér, megi verða honum til á-
nægju, og einnig til að styrkja bræðra-
bandið, milli þjóðarbrotanna beggja
megin hafsins.
“Fjallkonan” á einnig 25 ára afmæli á
þessu ári. Deildin var stofnuð um vorið
1919, og mun hafa verið önnur í röðinni,
“Frón” mun hafa verið stofnuð á undan.
Á slíkum tímamótum er eðlilegt að
hugurinn reiki til baka, og þá verður
manni að minnast margra ágætra fé-
laga er með manni hafa starfað í mörg
ár en eru nú horfnir úr hópnum, og
dreifðir víðsvegar um þetta land og
heima á ættlandinu. Á þessu tímabili
hefir deildin haft 12 forseta, og eru að-
eins fjórir þeirra enn I bygðinni og
deildinni, n.fl. S. Johnson, fulltrúi okkar
á þessu þingi, H. S. Axdal, núverandi
forseti, Þórhallur Bardal og Jón Jóhanns-
son. Nöfn hinna er horfnir eru úr hópn-
um eru: Sigurjón Eiríksson, dáinn; Ás-
geir I. Blöndahl, Reykjavík; Árni Sig-
urðsson, Seven Sisters Falls; Friðrik
prófastur Friðriksson, Húsavík, séra Carl
J. Olson, Flin Flon, Mrs. Halldóra Sigur
jónsson, Reykjavík, séra Jakob Jónsson,
Reykjavik, Dr. Jón Bíldfell, Montreal.
Minnumst vér allra þessara manna, og
fjölda annara, þó þeir séu ekki nafn-
greindir hér, með hinni mestu vinsemd
og þakklátssemi.
Sýnir þetta greinilega, að allstór
skörð hafa verið höggvin hér í deildina,
þarf þá enginn að furða sig á, þó ekki
séu “hornahlaup”* á okkur hér, þessi
síðustu árin, en samt höfum við reynt
að halda byttunni í horfinu, þótt lítt
hafi miðað áfram.
Þetta síðasta ár hefir ekki verið mjög
athafnaríkt, fremur en þau næstu á und
an. Nokkrir fundir hafa verið hafðir á
árinu, aðallega okkur til gamans. ís'
lendingadag höfðum við þann 17. júní,
og tókst hann ágætlega, enda vorum
við svo heppin að hafa tvo ágæta ræðu-
menn, þau Mrs. Einar P. Jónsson og séra
Halldór E. Johnson. Voru það hin á-
gætustu erindi og var gerður að þeim
hinn besti rómur. Einnig talaði Einar P-
Jónsson nokkur orð og viljum vér þakka
þeim öllum af heilum hug, liðsemdina.
Þorsteinn Jónsson Gauti, andaðist hér
s. 1. haust. Hafði hann tilheyrt deild-
inni um margra ára skeið, og vill deild-
in hér með votta núlifandi ekkju hans,
Áslaugu, og börnum þeirra, innilega
samúð sína í þeirra mikla missi.
Félagatala deildarinnar er í kring um
50 manns.
Svo viljum vér að endingu óska þing'
inu og félaginu allra heilla í bráð og
lengd. Guð blessi félag vort.
Fyrir hönd deildarinnar “Fjallkonan
í Wynyard, Sask.
Jón Jóhannsson, ritari
Páll Guðmundsson og J. Húnfjörð
lögðu til að skýrslunni sé veitt móttaka-
Samþykt.
* Séra Jónas Sigurðsson, sagði einu
sinni um eina deildin hér vestra, að Það
væri ekki á henni hornahlaup.