Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Qupperneq 167
ÞINGTIÐINDI
145
sem treysta má jafnvel, sem heilagri
tilveru og lífslögmáli hennar.
Við eigum í vitund vorri, máttuga
þrenningu, sem þarfnast vorrar um-
hyggju og aðhlynningar, sjálfum oss til
viðhalds og blessunar.
Þessi þrenning er fyrst, traust á Al-
föður og þeirri kirkju vorri sem er menn-
ingarvegur vor og vegur manndóms vors.
Þá annað, vort pólitíska frelsi, stjórn-
frelsi vort, sem leyfir oss að vera frjáls-
ar mannverur. Ef við höfum þetta frelsi,
getur líf vort manna á jörðu orðið að
dýrðlegu sæluástandi, svo sem Alfaðir
— heilög tilveran ætlast til að vits-
munalíf mannsins sé. Og þá þriðja,
frelsi um eignarétt vorn, rétt um viðskifti
og verðmæti í verslun, til þess að við
megum vera frjáls og eiga vor heimili og
aðrar eignir. Án þessa réttar getur ekk-
ert frelsi — mannfrelsi átt sér stað. —
Heldur yrðum vér, án eignarrétts, öll
■stjórnarbúpeningur, ófrjáls sem þrælar
og þý höfðingjanna á Islandi var í þeirra
fornöld, þeirra landnámstíð.
Athafnastarf, eignar og mál og hugs-
anafrelsi aðeins, getur gert mannfólk
jarðar hamingjusamt, þegar réttlæti,
sannleikur og kærleikur, en ekki hatur,
eru landslög.
Verksvið Þjóðræknisfélags vors hefir
Verið, með mætti frelsisins, í athöfn, i
hugsun og eignarfrelsi að varðveita vort
þjóðerni og tilveru, ásamt tungu vorri
Há eilífri glötun.
Þetta nær vissulega til islands einnig.
Landslög hér leyfa oss að vara. Fyrir-
Það ber oss að vera þakklát. Allir ís-
íendingar, austan og vestan hafs, þurfa
að starfa að sinni eigin lífstilveru. —
Heill eilífri lifgyðju islands. Lengi lifi
l’jóðræknisfélag Islendinga.
Eg held þeim rétti að mega leiðrétta
óiisskilning ef þörf gerist.
Guðm. S. Johnson,
1- feb. 1944. Glenboro, Man.
Séra Halldór Johnson lagði fram og
álit þingnefndarinnar í bókasafns-
málinu, er þannig hljóðar:
1. Nefndin álítur að þörf sé á nýjum
bókalista þar sem bókunum sé raðað
eftir efni þeirra. Þá er full þörf á að
laga bókaskápana, að minsta kosti
suma. Sömuleiðis þarfnast sumar bæk-
ur mjög bráðrar viðgerðar. Einkum á
þetta við blöðin Lögberg og Heims-
kringlu, sem Mr. G. Goodman gaf safn-
inu.
2. Nefndin leggur ennfremur til að
dálitlum vísir af ensku bókasafni um
islenskt efni sé komið á fót sem fyrst, er
verði hluti af aðalsafninu (3. liður í
uppástungu bókasafnsnefndar s. 1. ár og
samþyktur á því þingi).
3. Nefndin álítur nauðsynlegt, að
stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins kom-
ist að haganlegri samningi við deildina
“Frón” svo deildin geti aflað sér meir af
góðum, islenskum, nútíðarbókum.
Winnipeg, 22. feb. 1944.
S. E. Björnson
H. E. Johnson
Davíð Björnsson
Ari Magnússon lagði til, séra Sigurður
Ólafsson studdi, að nefndarálitið sé rætt
lið fyrir lið. Samþykt.
Fyrsti liður samþyktur.
Annar liður samþyktur.
Um þriðja lið urðu allmiklar umræð-
ur. Á. P. Jóhannsson lagði til og J. J.
Húnfjörð studdi, að þriðja lið bóka-
safnsnefndar álitsins sé vísað til vænt-
anlegrar framkvæmarnefndar. Samþ.
Dr. Sigurður J. Jóhannesson las skýr-
slu milliþinganefndarinnar í sögumál,-
inu svohljóðandi:
Skýrsla sögunefndar
Eins og þið munið var sögunefndin
endurkosin á síðasta þingi; eins og þið
einnig munið kom fram á því þingi til-
boð frá tíu (10) mönnum um það að
lyfta fjármálabyrðinni í sambandi við
þetta mál af herðum Þjóðræknisfélags-
ins og taka að sér útgáfu sögunnar.
Þingið afgreiddi ekki svar við þessu til-
boði en vísaði málinu til væntanlegrar
framkvæmdarnefndar.
Eftir nokkurn tíma ákvað Þjóðrækn-
isfélags stjórnin að taka tilboði þessara