Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Qupperneq 173
ÞINGTÍÐINDI
151
might be organized through their mem-
bership to assist our campaign.
Again our sincere thanks for your very
generous support.
Sincerely yours,
R. H. Snyder,
Campaign Director
Ásmundur P. Jóhannsson formaðui
fjármálanefndar þingsins lagði til og
Sveinn Thorvaldson studdi, að skýrslum
embættismanna sé veitt móttaka og þær
samþyktar breytingalaust. Samþykt.
Eldjárn Johnson lagði til og H. F.
Hjaltalin studdi að þriggja manna út-
nefningarnefnd sé kosin. Samþykt. —
Kosnir: Grettir L. Jóhannson, Guðmund-
Ur Eyford of Eldjárn Johnson.
Forseti skýrði frá, að stjórnarnefnd
Þjóðræknisfélagsins hefði borist bréf frá
frú Sigrúnu Lindal, þar sem hún fari
þess á leit fyrir hönd The Icelandic
Canadian Club, og annara, að Þjóðrækn-
isfélagið taki þátt í sjóðsstofnun er hafin
hefir verið til minningar um Jórunni
Magnúsdóttir Lindal og nefnist náms-
styrkssjóður (scholarship fund). Kvað
stjórnarnefnd félagsins hafa haft málið
til meðferðar, en ákveðið að fela þing-
inu framkvæmdir í því.
Guðmann Levy lagði til og Elías
Klíasson studdi, að máli því sé vísað til
framkvæmdarnefndarinnar.
J. J. Bildfell gerði þá breytingartil-
iögu og séra Sigurður Ólafsson studdi, að
hjóðræknisfélagið leggi $100.00 til þessa
sjóðs og feli stjórnarnefndinni að greiða
það fé til hlutaðeigenda eins fljótt og að
hdn sjái sér fært. Breytingtillagan
samþykt.
H. F. Hjaltalín gerði fyrirspurn um,
hvað stjórnarnefndin hefði gert í málinu
úm breyting á þingtíma, sem lagt hefði
Verið formlega fyrir síðasta þing.
Ritari J. J. Bíldfell svaraði fyrirspurn-
’nni og kvað það sér að kenna, að engar
ramkvæmdir hefðu verið hafðar í þvi.
enti á örðugleikana sem breytingunni
v®ru óhjákvæmilega samfara, og lét þá
meining sína í ljósi, að málið væri ekki
nógu vel undirbúið til afgreiðslu.
Ari Magnússon lagði til og Páll Guð-
mundsson studdi, að forseti skipi fimm
manna milliþinganefnd til frekari at-
hugunar og undirbúnings á þvi máli.
Samþykt.
Forseti kvaðst ekki vera reiðubúinr.
að skipa í þá nefnd, en kvaðst tilkynna
nefndarskipunina síðar.
Fallið var frá að skipa þessa nefnd, en
í þess stað lagði stjórnarnefndin málið
fyrir deildir með umburðarbréfi.
Sveinn Thorvaldson lagði til, H. F.
Hjaltalín studdi, að forseta og skrifara
sé falið að Ijúka þeim störfum, sem ó-
lokin kynnu að vera, og því öðru sem
yfir kynni að hafa sést. Samþykt.
Fundi var svo frestað til kl. 6.30 e. h.
Klukkan 6.30 síðdegis komu menn
saman i Marlborough gistihúsinu í Win-
nipeg. Var þar búin veisla mikil og
hátíð í sambandi við 25 ára afmæli
Þjóðræknisfélagsins. Neyttu gestirnir
sem voru yfir 400, rausnarlega fram-
reiddrar máltíðar. Að lokinni máltíð
fóru fram skemtanir undir stjórn for-
seta félagsins, dr. Richards Beck. —
Skemtiskráin var fjölbreytt og ágæt, og
hafði dr. Edward Thorlakson svo um-
búið, að allmikill partur af skemti-
skránni var tekinn á hljómplötur, sem
sendar verða síðar heim til íslands og
því sem á þeim er útvarpað þar.
Skemtiskráin var sem fylgir:
1. Allir sungu “O Canada”
2. Séra Philip M. Pétursson flutti borð-
bæn
3. Borðhald
4. Ávarp forseta
5. Einsöngur, frú Pearl Johnson
(Svanasöngur á heiði, Rósin og
Ástar sæla).