Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1944, Síða 174
152
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
6. Kveðja frá Islandi, hr. Sigurgeir Sig-
urðsson biskup.
7. Kvæði, Einar Páll Jónsson ritstjóri
Lögbergs, Winnipeg.
8. Ræða, Icelandic Contribution to
American Culture, Ásmundur
Benson, B.A., L.L.B., Bottineau,
N. Dak.
9. Einsöngur, Ólafur Kárdal (Ætti eg
hörpu, Svanurinn minn syngur
og Draumalandið)
10. Ræða, séra Valdimar J. Eylands,
25 ára minning Þjóðræknisfé-
lagsins.
11. Þingslit, forsetinn, Dr. Beck, tilkynti
að landstjóri Canada, His Ex-
cellency the Right Honourable
the Earl of Athlone, K.C., og
ríkisstjóri íslands, herra Sveinn
Björnsson hefðu gerst heiðurs-
verndarar Þjóðræknisfélagsins.
Ennfremur las forseti nokkur sím-
skeyti sem þinginu höfðu borist síðasta
þingdaginn. Þar á meðal skeyti frá rik-
isstjóra íslands og frá Vilhjálmi Þór
utanríkisráðherra Islands og frú.
Ritari J. J. Bíldfell, lagði til í umboði
stjórnarnefndarinnar, að þeir herra Sig-
urgeir Sigurðsson biskup yfir Islandi,
Gunnar B. Björnsson, skattstjóri í Min-
neapolis, Minn., og Ásmundur Pétur Jó-
hannsson byggingarmeistari í Winnipeg
séu gerðir að heiðursfélögum og mintist
hvers þeirra um sig með nokkrum orð-
um. Séra Valdimar J. Eylands studdi og
var tillagan samþykt með því að allii'
risu á fætur. Þar næst voru þjóðsöngv
arnir þrír, Bretlands, Bandaríkjanna og
Islands sungnir. Sleit svo forsetinr.
þessu eftirminnanlega þingi. Hinu tutt-
ugasta og fimta ársþingi íslendinga í
Vesturheimi, kl. 10.15 e. h. 24. febr. 1944.
Richard Beck, forseti
J. J. Bildfell, ritari
■★■
LEIÐRÉTTING
Þegar prentararnir voru að reka á eftir mér með handrit fyrir
tvær seinustu síðurnar í Tímaritinu í fyrra, hripaði eg í flýti grein-
arkorn, er eg nefndi “Þjóðsöngur íslands”. Þar varð mér á sú lítt
fyrirgefanlega skyssa, að rangfæra tvær seinustu ljóðlínurnar úr
fánakvæði Einars Benediktssonar. Minnið er stundum hrekkjótt, og
kvæðið hafði eg eigi lesið frá upphafi til enda frá því að það kom út
fyrir 38 árum. Að vísu höfðum við, nokkrir karlmenn, sungið þær
vísurnar, (þá 1. og 5.), sem Sveinbjörnsson skrifaði lag sitt við, árið
sem þeir voru báðir hér á íslendingadegi, höfundar ljóðsins og
lagsins. Kona mín, Guðrún, benti mér fyrst á þessa villu, nokkrum
dögum eftir að Tímaritiö var komið af pressunni, en þá var of seint
að laga það. Svo hér kemur leiðréttingin í næsta Tímariti. f stað
þess, sem í greininni er prentað, eru línurnar orðrétt svona:
djúp sem blámi himinhæða,
hrein sem jökultindsins brún.
Lesendur Timaritsins og minning Einars Benediktssonar eru
beðin afsökunar á þessu. Ritstj.