Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Side 24

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Side 24
6 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ir þá, iþar sem þeir voru ei síður bún- ir andlegum menntum en annarra þjóða menn, sem þeir sátu til borðs með. Snemma varð þó mikil breyt- ing til batnaðar í þessum efnum, og má þakka það traustleika þeirra varna, sem áttu sér rætur í íslenzkri þjóðarsál. Vitur íslendingur skrifaði ein- hvern tíma á þá leið um íslenzkt landkynningarstarf erlendis, að ís- lendingar yrðu að gaumgæfa, hvort aðrir vildu í rauninni hlýða á þá og einnig, hvort boðskapnum væri hverju sinni svo farið, að öðrum þætti gróði í að veita honum við- töku. Þessi orð voru ætluð sem for- skrift þeim mönnum, sem stunda upp á þjóðkynningarstarf. Rétt er þó að hafa hugfast, að þjóðkynn- ingarstarf eða landkynningarstarf getur naumast talizt atvinnugrein einstakra manna. Ef til vill má líta á ævi margra sem eina samfellda landkynningu. í því ljósi hljótum við að minnsta kosti að skoða sögu Vest- ur-íslendinga. Þeir fóru ekki vestur um haf í fyrirlestraför, en þeir námu land í vestri, ílentust þar og hafa nú i meira en tvo þriðju hluta aldar hlotið að kynna sjálfa sig og stofn- þjóð sína, beinlínis eða óbeinlínis. Kjarni íslenzkrar menningar hefir frá upphafi gefið sjálfri þjóðinni kjölfestu. Stundum hafa umræðurn- ar þó ekki spunnizt um það eitt „að vera íslendingur“ í þjóðréttarlegum skilningi. Vestan hafs hefir íslend- ingsnafnið einungis bent til uppruna og menningarerfða. Þar urðu menn þegnar nýrra þjóða og hlutu að lúta þeim lögum, sem þær höfðu skráð. En tryggð þessa fólks hefir verið mikil við fornar erfðir. Án slíkrar tryggðar hefðu menn týnt íslenzkri tungu í Vesturheimi jafnauðveld- lega og íslenzkar vinnukonur gera í Kaupmannahöfn. Án slíkrar tryggð- ar hefðum við hér vestra engin ís- lenzk blöð, engar íslenzkar bækur, engai fræðslu um íslenzk efni, engar messur á íslenzku og engin þau fé- lög, sem láta sig íslenzka menningu nokkru skipta. Enn er dagur á lofti. Enn eru þau félög starfandi í Vesturheimi, sem láta sér mjög annt um íslenzka tungu og menningu. Þjóðræknisfé- lag Íslendinga í Vesturheimi hefir fylgt fram stefnuskrá sinni af alúð síðustu fjóra áratugina. Vissulega vildi Þjóðræknisfélagið hafa markað dýpri spor, en sá er vilji allra starf- andi félaga. Starfsaldur Þjóðræknis- félagsins og fórnfýsi félagsmanna þess á liðnum árum eru glöggt vitni þess, að þjóðræknin á sér djúpar rætur meðal Vestur-íslendinga. Ég hygg, að óhætt muni að fullyrða, að flestum þeim málum, sem Þjóðrækn- isfélagið hefir veitt fulltingi sitt, hafi miðað nokkuð áleiðis. Margt hefir að sjálfsögðu orðið til þess að torvelda starf félagsins, og hvert ár hefir búið yfir sínum sérstöku erfið- leikum. Eitt af þeim dagskrármálum, sern hvað ítarlegast hafa verið rædd a öllum ársþingum ÞjóðræknisfélagS' ins frá upphafi, eru samskiptin við ísland. Fjarlægðin var lengi ve mikill fjötur um fót og samgöngur landa á milli því strjálar. Með bsett- um samgöngutækjum hefir mjog rætzt fram úr í þessum efnum, og a hinum síðustu árum hafa gagnkvaem kynni milli Vestur-íslendinga °&
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.