Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Page 31
Prófessor RICHARD BECK:
Aldarafmæli Hannesar Hafstein
1861 — 1922 — 1961
I.
Heilir hildar iil.
heilir hildi frá
koma hermenn vorgróSurs ísalands.
^essar ljóðlínur sínar, úr kvæð-
inu „Vor“, valdi Hannes Hafstein
að einkunnarorðum heildarútgáfu
kvæða sinna 1916, og skipa þau sama
sess í hliðstæðum seinni útgáfum
þeirra. En því er þessi tilvitnun
emnig valin að einkunnarorðum
þessarar aldarminningar skáldsins,
að jafnframt því og hún lýsir bjart-
syni hans á á íslenzkan málstað og
framtíðartrú, þá er þar að finna
agæta lýsingu á sjálfum honum, þar
Sem hann var óneitanlega einn af
jjhermönnum vorgróðurs ísalands“,
Öndvegishöldur í þeirri fríðu fylk-
^gu íslenzkra aldamótamanna, er
ófu með mörgum hætti hátt við loft
merki frelsis og framfara í þjóðar
þagu, settu bæði sterkan svip sinn
a það tímabil í sögu hennar og mörk-
uðu þar djúp spor og varanleg. Það
er hverju orði sannara, þegar Vil-
jálmur Þ. Gíslason, núverandi út-
^arpsstjóri, kemst svo að orði í upp-
afi prýðilegrar inngangsritgerðar
^nnar að úrvalinu úr kvæðum
annesar Hafsteins (LjóSmælum).
ut k°ni á vegum Menningarsjóðs
(Reykjavík 1944):
Hannes Hafstein
„Kringum aldamótin kom fram
eða efldist til nýrra átaka mikið
mannval í landinu, bæði í andleg-
um málum og atvinnumálum. Þeir
menn voru ólíkir um ýmsa hluti, en
andstæðir um aðra. Samt má sjá
einn svip aldarfarsins, vissa einingu
í fjölbreytni manna og málefna. Tími
aldamótamannanna er þjóðlegur,
hafði samt nýja víða útsýn til um-
heimsins. Hann hafði trú á andleg-