Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Qupperneq 41
aldarminning hannesar hafsteins skálds
23
þurfa ekki annað en lesa hið snjalla
kvæði hans „Skarphéðinn í brenn-
unninn“ til þess að sannfærast um
nimfimi hans, en þar er jafnframt
brugðið upp minnisstæðri mynd af
persónugervingi hetjuandans, sem
horfist djarflega í augu við ómót-
stæðileg örlög.
Vald Hannesar Hafsteins á ís-
jenzku máli lýsir sér einnig í þýð-
lngum hans, sem margar eru ágæt-
31 bæði um nákvæmni í hugsun og
máli, sér í lagi Heine- og Drach-
^nann-þýðingar hans, en þau erlend
skáld munu hafa verið honum kær-
Vst’ °§ bafa eigi látið skáldskap hans
ósnortinn. Mikið snilldarhandbragð
er einnig á þýðingu hans af kvæði
; £*■ Jacobsen „Þess bera menn
®ar > og má raunar svipað segja um
uflann, sem hann þýddi úr ljóð-
eiknum Brandi eftir Henrik Ibsen.
Svo þykir mér sæma vel, að máls-
°kum þessarar aldarminningar, að
^°tta skáldinu snjalla og þjóðleið-
°ganum farsæla þökk mína með
því að snúa upp á hann orðum sjálfs
hans um annan mikilhæfan forustu-
mann í frelsis- og menningarbaráttu
íslendinga, Benedikt Sveinsson:
Þar má fsland minnast manns,
munið hann fljóð og sveinar.
Standa munu á haugi hans
háir bautasteinar.
Hafðu þökk fyrir hjartans mál,
hug og þrek og vilja.
Gleðji nú drottinn góða sál,
gefi oss rétt að skilja.
(Auk þeirra ritgerða, sem vitnað
hefir verið til í aldarminningunni
hér að framan hafa þessar ritgerðir
verið hafðar til hliðsjónar við samn-
ingu hennar: Dr. Alexander Jóhann-
esson: „Um skáldskap Hannesar
Hafsteins“, Óðinn (1916), Þorsteinn
Gíslason: Hannes Hafstein, Andvari
(1923), og dr. Einar Arnórsson:
„Fimmtugsafmæli heimastjórnar á
íslandi", Morgunblaðið, 31. jan.
1954.)
jjAKOBíNA JOHNRON;
Úr dagbókinni
(Á fæðingarstað höf. 1959)
Á íslandi gefa menn gjafir
er gesturinn kveður og fer.
Ég þáði þar margt til minja, —
en minnisstæðast það er
hve óvænt og óverðskuldað
ég eignaðist Draumasker.