Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Page 50
32
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Goðv.: Mig varðar ekkert um þá.
(Fer að ráði Ali og leggur Þórásu á
legubekkinn. Hún hressist smátt og
smátt).
Ali: Kærleikurinn verður það,
sem kemur vitinu fyrir kóngs son;
en hvorki dulspeki né alkemía.
(Hnígur í stól og fellur í dulspeki-
dá).
Þórása (rankar við sér): Hvar er
ég?
Goðv.: í fíflstúkunni, elskan mín.
Það leið yfir þig. Ég hélt þú værir að
deyja. Hvað kom fyrir? Þú, sem
ætíð ert svo heil og hress.
Þórása: Já, þegar ég er heima og
útí náttúrunni. Þar er allt eins og
það á að vera.
Goðv.: Hér líka er allt eins og
það á að vera — í kóngshöll og ástin
mín hjá mér.
Þórása: Nei, vinur minn. Hér fer
ég hjá mér, og verð ekki hjá þér.
Hallarskrautið og hirðmál ykkar
rænir mig vitinu, og allt þetta gull
blindar mig. Og þegar þið talið, get
ég ekki greint milli þess, sem satt
er og ósatt.
Goðv.: Þess gerist ekki þörf í
kóngshöll. Eini sannleikurinn er
boð kóngsins. Hann er alls ráðandi
og orð hans, sem gullið, öðru æðra.
Þú venst þessu, ástin mín.
Þórása: Aldrei, aldrei. Einu sinni
sagðir þú, að ég væri það fallegasta,
sem til er í veröldinni, hárið á
mér eins og sólargeislar og hörund
mitt bæri rósa- og liljulit. Því hafðir
þú ekki gull og gimsteina til sam-
líkinga.
Goðv.: Það er allt annað. Og þetta
skilur þú, eftir stutta dvöl í Gull-
höll. Og hér áttu eftir að verða
drottningin mín.
Þórása: Við erum drottning og
kóngur, en ekki í Gullhöll. Manstu
ekki daginn, sem þú beiðst mín á
Blómkletti og ófst mér kórónu úr
blómum? Og þegar ég settist hjá
þér, stóðst þú upp og krýndir mig,
og hneigðir þig fyrir drottningunni
í Sólhöll. Og ég óf stærri kórónu og
krýndi þig, og hneigði mig fyrir
kónginum í Sólhöll. Og höllin okkar
var öll veröldin og ríki okkar í til-
bót. Og þú sagðir að enginn kóngur
væri þér æðri né voldugri.
Goðv.: Það var allt fyrir utan
raunveruleikann. Mitt í honum er
Gullhöll og Undralands-ríkið, og hér
hef ég skyldum að gegna.
Þórása: En ef spá Ali rætist og
allir í höllinni farast í nótt?
Goðv.: Það er órökstudd ágizkun.
Þórása: Og eins þó alkemistar
reynist spekingnum sammála?
Goðv.: Það kemur ekki til þess.
Við heyrum hvað þeir hafa að segja.
Þórása: Hvað sem þeir segja, trúi
ég spekingnum, og verð að komast
út í náttúruna, og gegna skyldum
mínum í Sólhöll. Þar krýndir þú
mig, en ekki í Gullhöll. Hér mundi
ég veslast upp og deyja, eins og þú
hefur séð merkin til.
Goðv.: Nei, ástin mín, við megum
aldrei skilja. Þú venst brátt hirð-
siðum og lærir að mæla á Gullhallar-
tungu. Þá verður allt gott.
Þórása (fær aðsvif): Bikar lífs að
bleikum vörum . . . Veit mér veigar
vara þinna. (Fellur í dá).
Goðv. (marg-kyssir hana milli
þess): Hún mælti á hirðtungu . . .
og það fór með hana . . . Er hún
dauð? . . . Ertu dauð, ástin mín?
Þórása: Ég lifi ef —