Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Side 56
GUTTORMUR J. GUTTORMSSON:
Vínlandsminni
DHYKKJUKVÆÐI
Þú gull- og silfursjóða land,
þú sjós og jarðar gróðaland,
þú vatnafjöru og flóðaland,
þú fagra, góða land.
Fyrst Leifur heppni fyrst þig fann,
til frægðar sinni þjóð það vann,
má óhætt kalla útlending
hvern enskan vesaling.
Þú fönnum typtra fjalla land,
þú furugrænna hjalla land,
þú vænna og frjórra valla land,
þú vatnafalla land.
Fyrst Vínland góða varstu nefnt,
af vesturfara til þess efnt,
þess mikla víkings virðist mál
í víni að drekka skál.
Þú heitra og kaldra linda land,
þú lífsins akurbinda land,
þú hárra tignartinda land,
þú töframynda land.
Og þess sé minnzt um Þorfinn karl:
af þörf, en ekki að gerast jarl,
hann fyrstur óð mót örvahríð
að aga villtan lýð.
Þú áa silfursauma land,
þú sólskins vatnaflauma land,
þú fossa stríðra strauma land,
þú stórra drauma land.
Og það að vita og þekkja er mál
að þjóðmál hér í anda og sál
er íslenzkt þjóðmál. Það er mál
að þess sé drukkin skál.
N