Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Blaðsíða 57
Prófessor STEFÁN EINARSSON:
Séra Bjarni
Séra Bjarni Gizurarson (f. uxn
1621, d. 1712) var eins og fleiri skáld
um þessar mundir kominn út af séra
Einari í Eydölum. Hann var sonur
séra Gizurar Gíslasonar að Þing-
múla og Guðrúnar Einarsdóttur
prests frá Eydölum. Hann gekk í
Skálholtsskóla og mun hafa útskrif-
azt 1643. Eins og Stefán Ólafsson
frændi hans, var hann biskupsskrif-
ari um tíma, sést þetta m. a. af bréf-
um, er Stefán skrifaði honum frá
Kaupmannahöfn. En árið 1647 fékk
hann Þingmúla og sat þar, þar til
hann lét af prestsskap 1702. Eftir
það gegndi hann prestsstörfum á
Hallormsstað 1702-3 eftir dauða séra
Þorleifs Guðmundssonar, en hann
hafði átt Arndísi dóttur Bjarna.
Henni skrifaði séra Bjarni 27 ljóða-
bréf á árunum [1679] 1681-1701. Páll
Eggert Ólason segir, að eftir 1703
hafi hann verið um hríð hjá dóttur
sinni í Stóra-Sandfelli, en hafi síð-
an farið að Hallormsstað til Eiríks
sonar síns, er þá var orðinn prestur
þar, og andazt hjá honum 1712.
Kona séra Bjarna var Ingibjörg
yngri Árnadóttir prests í Vallanesi.
Þau áttu (1) Jakob, er prestur varð
að Kálfafellsstað, (2) Eirík lögréttu-
naann að Stóra-Sandfelli, annan (3)
Eirík, er prestur varð að Hallorms-
stað, (4) Henrik á Borg í Skriðdal,
(5) Gísla á Bæ í Lóni, (6) Gizur stú-
dent og (7) Arndísi, þá er fyrr er
uefnd og var lengst prestskona á
Hallormsstað.
Gizurarson
Bjarni Gizurarson hefur verið
mikið og gott Skáld eins og kvæði
þau sýna og sanna, sem tekin hafa
verið eftir hann í íslands þúsund ár,
ekki sízt kvæði hans um sólina. I
þeim er mikill ylur, þó eiginlega
séu þau ekki náttúruljóð.
Enn betri hugmynd um ljóð
Bjarna má fá með því að athuga
kvæðasafn hans í Lbs. 2156, 4to.
skrifað upp af Kristni E. Andréssyni
eftir eigin handriti Bjama í Thott
safni 473, 4io. Þetta er heljarmikið
safn; 923 skrifaðar síður.
Hér er heilmikið af sálmum, kristi-
legum kvæðum, heilræðum og
kenniljóðum. Af kenniljóðunum má
nefna kirkjusiði fyrir einfaldan al-
múga og forskrift í ferskeytum með
fyrirsögn stafamynda. Af sálmum
má nefna vegna einkennilegs og
óreglubundins bragarháttar „Psálm
af guðspjallinu hjá Lúkasi jzc [!—í
7. kapitula].“ Þá er hér „Gamalt
vers af krossinum Kristi,“ sett úr
latínu undir hættinum Stabat mater
dolorosa. Stefán Ólafsson þýddi
þann fræga sálm með stýfðu sjötta
(síðasta) vísuorði; Bjarni notar sömu
stýfingu:
Vér sem Krists af krossi fögnum
krossins lof af hjarta mögnum
hátt svo taki himininn í:
tréð sætleikans verðugt væri
með veglegast hljóða færi
að sérhvör syngi af því.