Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Page 73

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Page 73
SÉRA BJARNI GIZURARSON 55 ort. Þar í eru t. d. Þorra-ljóð frá ár- unum 1706-8-9. Þar er getið um öskufall á slætti 1706 og Stóru-Bólu 1708. Þó eru þar eldri kvæði eins og „Umferðafólk í Skriðdal 1695.“ í bókinni eru fjörutíu sálmar eða guðræknileg ljóð, tuttugu og sex ljóðabréf — einu fleira en í Lbs. 2156, 4lo og aðeins fáein þeirra eru til sömu manna. í Lbs. 838, 4io eru flest bréfin skrifuð Vilborgu Jóns- dóttur á Felli í Suðursveit (15 alls), þá til Guðnýjar Finnbogadóttur (8), þá til Margrétar Eiríksdóttur (4), sonardóttur skáldsins. Virðist skáld- ið hafa haft meira gaman að skrifa konum en körlum. Allmörg kvæði eru um tíðina, venjulega illa, sjaldan góða. í þess- um flokki eru kvæði um Bræðrabyl 1698, fardagabrælur, fjúkalangviðri, góuþrælsbyl og haustkálfaljóð, en haustkálfar eru kallaðir fyrstu snjó- ar í fjöllum. — Snjókálfur í fjöllum á haustdag þekkist enn í Breiðdal austur. — Öskufallið var 1706. Auk þessa eru tímamótaljóð, sálm- ar um jól, páska og hvítasunnu, og svo um Einmánuð og Hörpu, Góu og Þorra. Helzt yrkir hann um þau hjúin Góu og Þorra, sex kvæði um Góu, átta um Þorra í viðbót við þau sjö Þorrakvæði, sem hann hefur ort í Lbs. 2156, 4lo eins og áður segir. í öllum þessum kvæðum eru þau Góa og Þorri persónugerð, svo sem áður segir. Auk þess yrkir skáldið um heima- ^oenn í Sandfelli og á Hallormsstað a'Ha saman og sérstaklega, enn frem- Ur manntalskvæði frá Hallormsstað °g Stóra-Sandfelli. Sérstök kvæði fá Bjarni smali, Gvöndur smali og griðkonur. Þá yrkir skáldið um hí- býli á Hallormsstað og í Stóra-Sand- felli. Um utanheimilismenn yrkir skáldið nokkuð, svo sem Níels kaup- mann á Reyðarfirði, Hjálm í Sauð- haga, Jón á Freyshólum, Odd land- seta sinn, Orm í Tunghaga, Pétur hjálpleysu, Snjólaugu kerlingu, Þor- gerði hæversku o. s. frv. Af öllum þessum kvæðum væri ástæða til að birta eitthvað af kvæðunum um Stóru-Bólu, en þau heita: „Áminningarljóð þá Stóra- Bóla tók að nálgast Austfirði 1708,“ „Áminningarvísa, þá bóla var komin í Hérað, að halda sér með hjú og börn stöðuglega við Jesúm Christ- um“ og „Nær Bólan var komin í Vallnahrepp“ segir svo: 1. Gefið er veður gott í dag/að gjöra nú hvíldir verum þeim við holdsins þunga hag/ þýðlega skildir eru. 2. Á Skriðdals bændur bólan þétt/ brauzt með valdi hörðu tvennir fóru, tel eg það rétt/ tugir í vígða jörðu. Enn fremur: „Sláttur og sjóferð á bólu-sumri gengu báglega á Aust- fjörðum." Rétt á eftir kvæðunum um ból- una bregður skáldið á léttara hjal: „Nú eftir fylgja fánýt hégóma ljóð, kvæði og vísur af litlum efnum, þeim í stunda styttir, sem lesa vilja. Um ýmisleg og ógæfusamleg tilfelli, kvæðiskorn, sem kalla má Hrakfalla bálk“ (bls. 162). Hrakfallabálkur hljóðar svo: 1. Hjöluðu tveir í húsi forðum hlýddi eg gjörla þeirra orðum gjörði eg ekki við mig vart. Hinum sagði maðurinn minni mikinn part af æfi sinni: í holtum nærri heyrist margt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.