Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Page 73
SÉRA BJARNI GIZURARSON
55
ort. Þar í eru t. d. Þorra-ljóð frá ár-
unum 1706-8-9. Þar er getið um
öskufall á slætti 1706 og Stóru-Bólu
1708. Þó eru þar eldri kvæði eins og
„Umferðafólk í Skriðdal 1695.“
í bókinni eru fjörutíu sálmar eða
guðræknileg ljóð, tuttugu og sex
ljóðabréf — einu fleira en í Lbs.
2156, 4lo og aðeins fáein þeirra eru
til sömu manna. í Lbs. 838, 4io eru
flest bréfin skrifuð Vilborgu Jóns-
dóttur á Felli í Suðursveit (15 alls),
þá til Guðnýjar Finnbogadóttur (8),
þá til Margrétar Eiríksdóttur (4),
sonardóttur skáldsins. Virðist skáld-
ið hafa haft meira gaman að skrifa
konum en körlum.
Allmörg kvæði eru um tíðina,
venjulega illa, sjaldan góða. í þess-
um flokki eru kvæði um Bræðrabyl
1698, fardagabrælur, fjúkalangviðri,
góuþrælsbyl og haustkálfaljóð, en
haustkálfar eru kallaðir fyrstu snjó-
ar í fjöllum. — Snjókálfur í fjöllum
á haustdag þekkist enn í Breiðdal
austur. — Öskufallið var 1706.
Auk þessa eru tímamótaljóð, sálm-
ar um jól, páska og hvítasunnu, og
svo um Einmánuð og Hörpu, Góu
og Þorra. Helzt yrkir hann um þau
hjúin Góu og Þorra, sex kvæði um
Góu, átta um Þorra í viðbót við þau
sjö Þorrakvæði, sem hann hefur ort
í Lbs. 2156, 4lo eins og áður segir.
í öllum þessum kvæðum eru þau
Góa og Þorri persónugerð, svo sem
áður segir.
Auk þess yrkir skáldið um heima-
^oenn í Sandfelli og á Hallormsstað
a'Ha saman og sérstaklega, enn frem-
Ur manntalskvæði frá Hallormsstað
°g Stóra-Sandfelli. Sérstök kvæði fá
Bjarni smali, Gvöndur smali og
griðkonur. Þá yrkir skáldið um hí-
býli á Hallormsstað og í Stóra-Sand-
felli. Um utanheimilismenn yrkir
skáldið nokkuð, svo sem Níels kaup-
mann á Reyðarfirði, Hjálm í Sauð-
haga, Jón á Freyshólum, Odd land-
seta sinn, Orm í Tunghaga, Pétur
hjálpleysu, Snjólaugu kerlingu, Þor-
gerði hæversku o. s. frv.
Af öllum þessum kvæðum væri
ástæða til að birta eitthvað af
kvæðunum um Stóru-Bólu, en þau
heita: „Áminningarljóð þá Stóra-
Bóla tók að nálgast Austfirði 1708,“
„Áminningarvísa, þá bóla var komin
í Hérað, að halda sér með hjú og
börn stöðuglega við Jesúm Christ-
um“ og „Nær Bólan var komin í
Vallnahrepp“ segir svo:
1. Gefið er veður gott í dag/að
gjöra nú hvíldir verum
þeim við holdsins þunga hag/
þýðlega skildir eru.
2. Á Skriðdals bændur bólan þétt/
brauzt með valdi hörðu
tvennir fóru, tel eg það rétt/
tugir í vígða jörðu.
Enn fremur: „Sláttur og sjóferð
á bólu-sumri gengu báglega á Aust-
fjörðum."
Rétt á eftir kvæðunum um ból-
una bregður skáldið á léttara hjal:
„Nú eftir fylgja fánýt hégóma ljóð,
kvæði og vísur af litlum efnum,
þeim í stunda styttir, sem lesa vilja.
Um ýmisleg og ógæfusamleg tilfelli,
kvæðiskorn, sem kalla má Hrakfalla
bálk“ (bls. 162). Hrakfallabálkur
hljóðar svo:
1. Hjöluðu tveir í húsi forðum
hlýddi eg gjörla þeirra orðum
gjörði eg ekki við mig vart.
Hinum sagði maðurinn minni
mikinn part af æfi sinni:
í holtum nærri heyrist margt.