Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Qupperneq 77
SÉRA BJARNI GIZURARSON
59
40. Væri sú ei kona og krakkinn,
kynni ég að fá mér betra stakk-
inn,
hagfellt líf og hægri kjör,
þó að ég hefði þar til vilja,
þá er ég deigur við hana að
skilja.
Hann er sæll sem hræddur er.
41. Nú hef ég rauna rellu mína
rakið vinur í kjöltu þína,
hér má skoða mitt hvörndags-
brauð.
Þú munt vel í höndum hafa
og heillaráðin fyrir mér skrafa.
Maður er tíðum manni guð.
Þetta er Slabai maier hátturinn ó-
stýfður svo sem í hestavísu Stefáns
Ólafssonar (II, bls. 176-78), en bæði
Bjarni og Stefán nota háttinn stýfð-
an í 6. vísuorði, þegar þeir yrkja
sálma undir honum. í grein minni
um háttinn í Afmæliskveðju iil Al-
exanders Jóhannessonar 15. júlí 1953
(bls. 184-190) hef ég verið að velta
vöngum um það hvernig á því stæði,
að hátturinn varð vinsæll í verald-
legum kvæðum fremur en sálmum,
en „Hrakfallabálkur“ skýrir það, svo
ákaflega vinsæll sem hann var. Bein
tengsl eru með 10. erindi í Hrakfalla-
bálki
Viku síðar var eg í svefni
vaknaði við að meyjagefni
hélt um sófl og keituker;
steypti hún yfir mig stækum
hlöndum
strýkti fast með báðum höndum.
Jöfnuður góður allur er.
°g vísu Jóns Þorlákssonar um lags-
konurnar:
Litlu má með ljúfum skipta —
látið þið ykkur báðar gipta
einiun sama örva grér!
Hans skal sína nótt hver njóta,
niðri sé þá hin til fóta; —
jöfnuður góður allur er.
Annað, sem ég gizkaði á í Afmæl-
iskveðju Alexanders, var það, að
Þórbergur kynni að hafa lært hátt-
inn af vísu Jónasar, Allt hef eg af
öfum mínum, en svo var ekki, hann
lærði „Hrakfallabálk" sjálfan af
hinni forfróðu Oddnýju Jónsdóttur
í Gerði; hvort sem hún hefur lært
hann af handritum, sögniun eða af
útgáfu kvæðisins í Nokkrum Gam-
an Kvæðum, útg. af Þ. Sveinssyni
í Khöfn 1832, bls. 53-65.
Það er merkilegt, að Maríugráiur-
inn, mesta harmljóð í vestrænni
Kristni, skyldi snúast svo í verald-
legan skopharmagrát sem varð engu
síður vinsæll, a. m. k. á Íslandi. Þetta
þarf þó í rauninni engan að undra,
því latneskar sekventsíur, sem
spruttu upp á 8. og 9. öld í skjóli
kirkjunnar, voru á 11. og 12. öld
orðnar veraldlegum gárungum að
bráð, svo sem vel sést af Carmina
Caniabrigiensia (kvæði frá Kam-
bryggju frá því um miðja 11. öld) og
Carmina Burana (kvæði Benedikt-
búra, 12-13. öld). Þessi söfn voru
bæði þýzk — aðeins handritið af
hinu fyrrnefnda var frá Cambridge.
En um þennan kveðskap allan —
þar með líka um kveðskap, sem
ortur er fyrir fesium siuliorum, há-
tíð heimskra eins og íslenzka Skra-
parots prédikunin — má lesa í The
Oxford Book of Medieval Lalin
Verse, útg. af F. J. E. Raby, Oxford
1959, inngangi. Loks er það hliðstætt
dæmi, þegar latneska líksöngslagið