Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Síða 94
76
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
toba) haldið í Winnipeg. Mrs. Ingi-
björg Bjarnason Goodridge var end-
urkosin forseti.
3. júní — Á ársfundi Eimskipafé-
lags íslands, sem haldinn var í
Reykjavík, var Árni G. Eggertson
Q.C. endurkosinn í stjórn félagsins.
4. júní — Eftirfarandi stúdentar
af íslenzkum ættum brautskráðust
við vorprófin á Ríkisháskólanum í
Norður-Dakota (University of North
Dakota):
Bachelor of Philosophy:
William Steven Heigaard, Gardar.
Bachelor of Science in
Medical Technology:
Jean Thorfinnson Cory,
Grand Forks.
Bachelor of Laws:
Kent M. Jóhanneson, Ph.B.,
Bismarck.
Bachelor of Science:
Stephen Eric Dippe (íslenzkur í
móðurætt), B.A., Grand Forks
Stefán David Laxdal, B.A.,
Gardar.
11.-14. júní — Sjötugasta og sjö-
unda árSþing Hins evangeliska-
lúterska kirkjufélags Islendinga í
Vesturheimi haldið í St. Stephen’s
lútersku kirkjunni í St. James, Man.
Dr. Valdimar J. Eylands endurkos-
inn forseti.
13. júní — Dr. Finnur Sigmunds-
son landsbókavörður tilkynnir, að
Davíð Björnsson bóksali í Winnipeg
hafi nýlega gefið Landsbókasafni ís-
lands verðmætt safn íslenzkra bóka,
um eða yfir eitt þúsund bindi alls;
um helmingur þessa safns er ís-
lenzk rit, eða rit eftir íslenzka menn,
prentuð vestan hafs, og hefir verið
ákveðið, að þessi gjöf verði stofn
að sérdeild vestur-íslenzkra rita í
Landsbókasafninu. Davíð hefir um
áratugi starfað mikið að þjóðrækn-
ismálum og öðrum félagsmálum ís-
lendinga vestan hafs.
18. — Fimmtíu ára vígsluafmælis
dr. Haraldar Sigmar, fyrrum prests
íslenzku safnaðanna í Norður-Dak-
ota og víðar meðal íslendinga, og
fyrrv. forseta Kirkjufélagsins lút-
erska, minnzt sérstaklega við há-
tíðlega guðsþjónustu í Calvary Lu-
theran Church, kirkju Hallgríms-
safnaðar í Seattle, Wash.
16.-18. júní — Stofndagur íslenzka
lýðveldisins haldinn hátíðlegur með
samkomum víðs vegar meðal íslend-
inga vestan hafs, og samtímis sér-
staklega minnzt 150 ára afmælis
Jóns Sigurðssonar forseta.
Júní — Blaðafrétt hermir, að dr.
Tryggvi J. Oleson, prófessor í sagn-
fræði við Manitoba háskólann, hafi
nýlega hlotið $6000.00 styrk til eins
árs sagnfræðilegra rannsókna frá
American Social Science Research
Council. Dvelur hann mestan hluta
ársins á Englandi og í Danmörku í
þeim tilgangi.
9. júli — Þrítugasti og fimmti árs-
fundur Kvennasambands Únítara
haldinn að Hnausum, Man., Mrs.
Sigríður McDowell, Winnipeg, var
endurkosin forseti.
Júlí — Um miðjan þann mánuð
fóru Valdimar Björnson, fjármála-
ráðherra í Minnesota, og fjölskylda
hans til íslands til tveggja vikna