Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Page 107

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Page 107
þingtíðindi 89 Úlbreiðslu- og fræðslumál Stjórnarnefndin hefir unnið að þeim málum eftir föngum, enda eru þau þannig vaxin, að þeim ber að halda sem bezt vakandi, eigi félagsskapurinn að halda áfram að ná tilgangi sínum. Auk stjórnarnefndarinnar hafa ýmsir aðrir lagt hönd á plóg þessum málum til stuðn- mgs. Fyrrv. forseti félagsins, dr. Valdimar J• Eylands, hefir á samkomum víðs vegar talað máli þess og hvatt fólk til þess að styðja þjóðræknislega viðleitni vora, enda hefir hún lengi átt góðan hauk i horni, þar sem hann er. Núverandi varaforseti og fyrrv. for- seti, séra Philip M. Pétursson, hefir unn- ið að útbreiðslu- og fræðslumálunum með ýmsum hætti. í fjarveru forseta flutti hann kveðju félagsins á íslend- ingadeginum að Gimli, kom fram fyrir nönd þess í ársveizlu Icelandic Canadian Club og víðar af hálfu þess. Þakka ég honum kærlega þau fulltrúastörf. Hitari félagsins, prófessor Haraldur Bessason, hefir í ræðu og riti unnið hyggilega að málum vorum.. Hann flutti erindi á ársfundi fræðafélagsins „The Linguistic Circle of North Dakota and Manitoba“ í maí; þ. 17. júní hélt hann ræðu á samkomu þjóðræknisdeildarinn- ar „Esjunnar“ í Árborg; snemma á ár- inu hélt hann enn fremur tvær ræður a United College hér í Winnipeg, og kennir þar nú íslenzku og flytur fyrir- lestra einu sinni í viku. Meðalaðsókn hefir verið 12 nemendur. Hann hefir einnig ritað fjölda greina um íslenzk efni fyrir hið íslenzka vikublað vort og víðar. Vararitari, Walter J. Lindal dómari, flutti ræðu á minningarsamkomunni um Mrs. j. b. Skaftason og ávörp víðar á samkomum. Hann hefir einnig ritað mik- fð um þjóðræknis- og menningarmál í The Icelandic Canadian, og skipar fram- Vegis forystusess í Canada-Iceland Foun- hation og blaðamannafélaginu „Cana- hian Ethnic Press Federation.“ Féhirðir, Grettir L. Jóhannson ræðis- þiaður^ hefir flutt ræður um ísland og avörp á ýmsum samkomum. Á ferð sinni 1 .Kaliforníu síðastliðið sumar hélt hann einnig ræðu um vestur-íslenzk félags- °g menningarmál á fslendingasamkomu, er honum var haldin til heiðurs í Long Beach. Varaféhirðir, frú Hólmfríður F. Dani- slson, flutti þrjár ræður um ísland og jslenzk efni, eina þeirra á samkomu Pjóðræknisdeildarinnar á Gimli^en hin- ar á samkomum í Winnipeg. Hún hafði einnig umsjón með þátttöku íslendinga 1 >.The Festival of Nations" í júlí síðast- liðið sumar. Fram að jólum kenndi hún hóp ungra stúlkna íslenzku. Enn fremur hefir hún annazt undirbúning og fjöl- ritun minninga („Pioneer Sketches“) S. B. Olson, og ritað greinar um íslenzk efni bæði á ensku og íslenzku. Fjármálaritari, Guðmann Levy, hefir með bréfum til deilda unnið þarft starf í þá átt að halda sambandi við þær, og starfað í ýmsum nefndum af hálfu stjórnarnefndar. Hið sama gildir um varafjármálaritara, ólaf Hallsson, sem hefir einnig, eins og að undanförnu, unn- ið ötullega í þágu heimadeildar sinnar að Lundar. Oss í stjórnarnefndinni var það fagn- aðarefni, þegar frú Marja Björnsson var kosin skjalavörður, og hörmuðum það að sama skapi, er hún gat eigi starfað áfram í nefndinni vegna brottflutnings þeirra hjóna vestur að hafi En svo sem vænta mátti, hefir hún haldið áfram að sýna í verki tryggð sína við málstað vorn með ræðuhöldum á samkomum, og þá sérstaklega um sitt mikla áhuga- mál, skógræktarmálið. Áður en hann lagði af stað í fslands- ferð sína, flutti forseti fyrirlestur um norrænt efni á Fylkisháskólanum í Mani- toba og erindi um Gunnar Gunnarsson rithöfund á ársfundi Félagsins til efl- ingar norrænum fræðum (Society for the Advancement of Scandinavian Study) í Chicago; enn fremur kveðjur félags vors á 75 ára afmælissamkomu íslenzka-lúterska Kirkjufélagsins í Vest- urheimi ( Argyle, Man., og á samkom- um til heiðurs biskupi íslands að Moun- tain, N. Dak., og í Winnipeg. Síðan hann kom heim úr ferðinni hefir forseti flutt fjölda af ræðum, meðal annars útvarps- erindi um Leif Eiríksson frá útvarps- stöð Ríkisháskólans í N. Dakota, ræðu um norrænar menningarerfðir á fundi Þjóðræknisfélags Norðmanna í Grand Forks, og erindi um íslandsferðina á somkomu þjóðræknisdeildarinnar „ís- land“ í Brown, Manitoba, og á fundum Rótaryklúbbsins og Kiwanisklúbbsins í Grand Forks. Hann talaði einnig á segul- band jólakveðju af hálfu Þjóðræknisfé- lagsins, sem íslenzka Ríkisútvarpið út- varpaði um hátíðaleytið. Einnig hefir hann á árinu birt fjölda greina og rit- dóma um íslenzk efni austan hafs og vestan. Fer þá vel á því að geta hér sérstak- lega heimsóknar séra Braga Friðriks- sonar hingað vestur um haf, en hann kom hingað til að kynna íslenzka mynd- list. Ferðaðist hann á vegum Þjóðrækn- isfélagsins um byggðir vorar í Mani- toba og Norður-Dakota, flutti erindi, með litmyndum af íslandi og íslenzku þjóðlífi, og sýndi prentmyndir af kunn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.