Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Page 109

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Page 109
þingtíðindi 91 vestur yfir álana. Hefir mér verið það óblandið fagnaðarefni að vera með þeim hætti boðberi gagnkvæms ræktarhuga íslendinga yfir hafið og kysi mér ekki annað hlutskipti fremur. Kem ég þá að sögulegasta og_ merk- asta atburðinum, sem gerðist í sam- vinnumálunum við ísland á árinu, _en það_ er heimsókn Karlakórs Reykjavík- ur á vorar slóðir. Hélt hann, eins og al- kunnugt er, tvær samkomur í Winni- Peg, og hafði Þjóðræknisfélagið átt drjúgan hlut að undirbúningi þeirra; enn fremur hélt kórinn samkomu í Ár- borg á vegum þjóðræknisdeildarinnar bar. Var hinum kærkomnu söngvasvön- um heiman um haf fagnað með virðu- legum veizluhöldum bæði í Winnipeg og Árborg, og einnig með sömu rausn að Mountain, N. Dakota, þar sem kórinn söng allmörg lög í norðurleiðinni. Hefir öllum þessum veizluhöldum og samkom- um kórsins verið ítarlega lýst í viku- blaði voru, Lögbergi-Heimskringlu, og sé ég ekki ástæðu til að endurtaka það, ®n vísa til þeirra greinagóðu umsagna. Hitt er víst, að Karlakór Reykjavíkur fór hingað að þessu sinni mikla sigur- för, eigi síður en í fyrri heimsókn sinni fyrir fjórtán árum. Söngur kórsins vakti almenna og verðskuldaða hrifningu allra Peirra, sem áttu þess kost að hlýða á hann, og að vonum snertu íslenzku lög- m sérstaklega djúpa strengi í hjörtum yorum. Það eru því engar ýkjur, að kór- mn hafi með söng sínum fært ísland uær oss og oss nær íslandi, og lagt mik- inn og varanlegan skerf til menningar- legra samskipta milli vor íslendinga yfir hafið. Vér þökkum karlakórnum hjart- anlega fyrir komuna og óskum honum brautargengis og vaxandi frama. Ég vil yinnig nota tækifærið til þess að þakka mnilega í félagsins nafni ágætt starf móttökunefndarinnar, er af hálfu stjórn- arnefndar félagsins hafði með höndum undirbúning komu kórsins til Winnipeg, en í henni áttu sæti: Grettir L. Johann- ®°n, formaður, séra Philip M. Pétursson, Hú Hólmfríður Danielson, Haraldur Hessason og Guðman Levy. úlgáfumál Tímarit vort kemur út með líkum hætti og áður undir prýðilegri ritstjórn Þeirra Gísla skálds Jónssonar og Har- nldar Bessasonar prófessors. Varð Gísli nylega hálfníræður, og vil ég í nafni inlagsins óska honum hjartanlega _til hamingju með þann merkisáfanga á lífs- lns leið og sem lengstra og blessunar- rikastra ævidaga, um leið og ég þakka nonum hið mikla starf hans í þágu fé- nags vors og annarra menningarmála, og um annað fram ágæta ritstjórn Tíma- ritsins á þriðja áratug. Halldór J. Stefánsson hefir aftur ann- azt söfnun auglýsinga, og notið nú sem áður góðrar aðstoðar þeirra Páls S. Páls- sonar skálds að Gimli og ólafs Halls- sonar að Lundar. Færi ég þeim þakkir félagsins. Eins og að undanförnu hefir Þjóð- ræknisfélagið á liðnu ári styrkt hið ís- lenzka vikublað vort með $500.00 fjár- framlagi. Mun félagsfólk sammála um, að því fé sé ágætlega varið, jafn þýð- ingarmikil og útgáfa slíks blaðs er fyrir alla vora þjóðræknis- og félagslega starf- semi. Vil ég enn á ný hvetja fólk vort til að styðja sem öflugast útgáfu og út- breiðslu blaðsins. Önnur mál Prentuðum skýrslum féhirðis, fjár- málaritara og skjalavarðar verður venju samkvæmt útbýtt á þinginu. Einnig verða lagðar fram skýrslur milliþinga- nefnda í skógræktarmálinu og minja- söfnun, en formaður þeirra beggja er frú Marja Björnsson. Um skógrækt á íslandi hefi ég fjallað sérstaklega í kafl- anum „Að klæða landið“ í ferðaþáttum mínum í Tímaritinu, en vil aðeins end- urtaka það, hve hrifinn ég var af því að kynnast af eigin sjón og reynd ár- angrinum af starfseminni á því sviði heima á fslandi í sumar og framtíðar- horfunum í þeim efnum. Reitur Vestur- fslendinga á Þingvöllum er óðum að vaxa úr grasi, og vel að honum hlúð. Og ég vil bæta því við, að stuðningur sá, sem vér höfum veitt því þarfa máli, er mikils metinn heima á íslandi. Það er því eindregin ósk mín og hvatning, að vér höldum áfram að styðja það mál sem drengilegast. Eins og ég komst að orði í ræðu minni í 30 ára afmælisveizlu Skógræktarfélags íslands að Þingvöllum, þá er ekkert ánægjulegra en að eiga samleið með gróandanum. Húsbyggingarmálinu var á síðasia þingi vísað til stjórnarnfendar til athug- unar í samráði við deildir félagsins, og mun ritari gera grein fyrir því, sem gerzt hefir í málinu. Skýrslur deildanna munu greina frá því, hvernig þeim hefir vegnað á árinu, en óþarft er að fjölyrða um það, hver meginþáttur þær og starfsemi þeirra er í tilveru félagsins og starfi þess. Læt ég hér svo staðar numið og býð yður öll hjartanlega velkomin á 42. árs- þing félags vors, og vil, til hvatningar til dáða að málum vorum, minna á eftir- farandi erindi úr kvæði Davíðs Stefáns- sonar „Nafnlaust bréf“ í hinni nýju ljóðabók hans:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.