Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Page 117

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Page 117
þingtíðindi 99 Úlgáfumálanefnd Guðmann Levy Jónas Jónasson Páll Stefánsson. Grettir L. Johannson flutti þessu næst viðbót við þá skýrslu, sem hann hafði áður gefið á þinginu. Las Grettir þing- gestum bréf frá Sigurði Sigurgeirssyni 1 Reykjavík og reikningsyfirlit frá hon- um. Þá skýrði Grettir frá því, að Þjóð- ræknisfélagið hefði fengið að gjöf frá Þjóðræknisfélaginu heima leikritið Hrólf eftir Sigurð Pétursson, en það hefði verið tekið upp á segulband. Dr. Beck þakkaði í nafni Þjóðræknisfélagsins, en Grettir gerði tillögu um, að skýrslu sinni yrði vísað til fjármálanefndar. Mrs. Kristín Thorsteinsson studdi þá tillögu, og var hún samþykkt. Ritari las viðbót við ársskýrslu Gimli- deildar, þar sem frá því var skýrt, að bæjarstjóm Gimlibæjar hefði verið rninnt á það, að Minnisvarði landnem- anna væri bæjarins eign og að bæjar- stjórnin hefði lofazt til skömmu eftir byggingu minnisvarðans að annast hann °g landið umhverfis. Nokkra gleymsku mun bæjarstjórnin hafa sýnt í þessu máli, en hefir nú fastlega lofað að rækja allar skyldur sínar varðandi eftirlit og umhirðu minnisvarðans og umhverfis hans. Guðmann Levy skýrði frá því, að S. A. Björnson og séra Hjalti Guðmunds- son væru mættir á þingi sem fulltrúar >iBárunnar“ á Mountain í Norður Dakota ?g færu þeir með 10 atkvæði hvor. Bor- m var fram tillaga um að veita þeim Mr. Björnson og séra Hjalta full þing- rettindi. Var sú tillaga þegar studd og samþykkt. Grettir L. Johannson las bréf frá séra Braga Priðrikssyni í Reykjavík varðandi samvinnumál við fsland. Var erindi séra Braga vísað til samvinnumálanefndar. Pundi var síðan frestað þangað til kl. 2 e. h. Fjórði fundur var settur kl. 2.15 e. h., mánud. 21. febr. 1961. Pundargerð síðasta fundar var lesin °g _ samþykkt. Ritari las því næst árs- skýrslu deildarinnar „Aldan“ í Blaine, Washington. Ársskýrsla þjóðræknisdeildarinnar ..Aldan" í Blaine .Washington Árið 1960 hefir þjóðræknisdeildin >>Aldan“ í Blaine, Washington haldið í uorfinu líkt og að undanförnu undir mrystu okkar ágæta forseta, séra Alberts "• Kristjánssonar, Fjórir starfsmála- tundir voru haldnir á árinu og auk þess tvær almennar skemmtisamkomur. Sú fyrri var haldin á sumardaginn fyrsta, 21. apríl, en sú síðari 26. október, og tókust þær báðar vel. Vmissa erfiðleika vegna var 17. júní ekki minnzt með op- inberu hátíðarhaldi. Annan september sá „Aldan" um sýn- ingu á eftirprentunum íslenzkra lista- verka, sem séra Jón Bjarman hafði til kynningar hér vestra. Á síðasta fundi ársins var ákveðið, að „Aldan“ skyldi gerast meðlimur í Skógræktarfélagi fs- lands frá næstu áramótum og greiða tíu dala árstillag. Til elliheimilisins Stafholts gaf „Aldan“ $300.00. Sú uppbyggilega ánægja veittist Öld- unni, að dr. og Mrs. Sveinn E. Björn- son og Thorbjörg Ruby Couch, sem eru öll búsett í White Rock, B.C., og Gísli Benedictson, nú einnig í White Rock, gerðust meðlimir frá ársbyrjun 1961. Eins og verið hefir, frá því að „Ald- an“ var stofnuð, eru eindrægni og góð samvinna í bezta lagi, og er það eitt aðalatriðið í velfamaði og ánægju í hverjum félagsskap. Meðlimatala deildarinnar er nú 34. Albert E. Kristjánsson forseti Dagbjört Vopnfjörð ritari. Þjóðræknisdeildin „Aldan“ í Blaine, Washington sendir hinu fertugasta og öðru ársþingi íslendinga í Vesturheimi alúðar kveðju og einlæga ósk um heppi- lega úrlausn allra mála og væntir þess, að þingið verði sem ánægjulegast. Albert E. Kristjánsson forseti Dagbjört Vopnfjörð ritari. Flutningsmaður lagði til, að skýrslan yrði viðtekin. Miss Guðbjörg Sigurdson studdi, og var tillagan samþykkt. Þsesu næst flutti Mr. O. Thomton árs- skýrslu þjóðræknisdeildarinnar „Strönd- in“ í Vancouver. Ársskýrsla þjóðræknisdeildarinnar „Ströndin" í Vancouver Þrír almennir skemmtifundir voru haldnir á árinu auk allmargra stjómar- nefndarfunda. Voru almennu fundirnir allvel sóttir og ýmis áhugamál rædd. Þá hafði deildin 5 skemmtisamkomur á ár- inu auk hinnar árlegu hlutaveltu. Þorra- blót var haldið þann 26. febrúar í Alpen Hall. Var það allvel sótt. Þar var ís- lenzkur matur á borðum, og efnt hafði verið til stuttrar skemmtiskrár. íslenzki karlakórinn söng undir stjórn Stefáns Sölvasonar allmarga íslenzka söngva.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.