Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 55

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 55
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 55 anna magnea hreinsdóttir og sigUrlína davíðsdóttir komu. Í kjölfarið spratt upp ný nálgun að matsfyrirkomulagi, nálgun þar sem áhersla var lögð á þátttöku hagsmunaaðila. Í þátttökumiðaðri matsnálgun reynir matsaðili að draga fram ólík gildi og þarfir þeirra sem koma að starfseminni sem metin er og áhersla er lögð á að það sem er „gott“ veltur á gildum og viðhorfum þátttakenda. Einn kostur þess að styðjast við þátttökumiðaða nálgun í mati á leikskólastarfi er að gengið er út frá því að leikskólastarfsemi sé flókin. Mikilvægt er að lýsa henni sem slíkri til að aðrir geti lært af henni. Annað mikilvægt atriði er að nálgunin sé sveigjanleg og geri matsaðila mögulegt að taka með í reikninginn það samhengi sem starfsemin fer fram í. Síðast en ekki síst gefur þátttökumiðuð nálgun möguleika á því að halda uppi samræðum við hagsmunaaðila og að ljá valdalitlum hagsmunaaðilum rödd (Fitzpatrick o.fl., 2004). Lýðræðislegt samræðumat flokkast undir þátttökumiðaða matsnálgun en margir hafa hvatt til samstarfs matsaðila og hagsmunaaðila við mat á starfsemi. Þá hafa nýleg viðhorf kallað á lýðræðisleg vinnubrögð, umræðu, umhugsun og þátttöku allra þeirra sem hagsmuna eiga að gæta í starfi stofnunar (Fitzpatrick o.fl., 2004; House og Howe, 2000). House og Howe (2000) hafa gengið skrefinu lengra í átt til þátttökumiðaðrar nálgunar í lýsingu sinni á lýðræðislegu samræðumati. Ágæt rök fyrir því að styðjast við lýðræðislegt samræðumat má finna hjá Zinn (1990, bls. 6, þýðing greinarhöfunda): Mér virðist að það sé í andstöðu við anda lýðræðis að treysta á hugsuði, valdamenn og sérfræðinga. Lýðræðið hvílir á þeirri hugmynd, að frátöldum tæknilegum smá- atriðum þar sem sérfræðingar koma að gagni, að allar mikilvægar ákvarðanir sem taka þarf í samfélagi séu á færi almennra borgara. Ekki einungis getur venjulegt fólk tekið ákvarðanir um þessi atriði, heldur ætti það að gera það, því að borgarar skilja hagsmuni sína betur en sérfræðingar. Þrennt þarf til í lýðræðislegu samræðumati: Í fyrsta lagi að tekið sé tillit til allra hags- muna (e. inclusion), í öðru lagi að samræður fari fram í upphafi matsins um hagsmuni þeirra sem að matinu koma (e. dialogue) og í þriðja lagi að rökrætt sé hvernig niður- stöður matsins skuli notaðar (e. deliberation). Umræða og umhugsun um gildi og viðmið er fyrirferðarmikil og þurfa þátttakendur í mati að komast að kjarna málsins (Guba og Lincon, 1981; House og Howe, 2000). Varpað hefur verið fram nokkrum atriðum sem mikilvægt er að hafa í huga þegar lýðræðislegt samræðumat er framkvæmt (Greene, 2000; House og Howe, 2000). Þessi atriði lúta að: • matsaðila og hlutleysi hans, • aðgengi fulltrúa hagsmunaaðila að mati og annmörkum á þátttöku valdaminnstu hagsmunaaðila, • tímaskorti þátttakenda, • valdaójafnvægi, • þátttöku í mati og • rökræðu og umræðu í mati. Matsaðili þarf að komast hjá því að vera talinn hliðhollur einhverju viðhorfi eða hags- munum og þar er mikilvægt að hann sé heiðarlegur í viðhorfum sínum og geri grein
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.