Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Page 60

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Page 60
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 201260 lýðræðislegt samræðUmat Rannsóknarspurningar Þessi rannsókn fjallar um lýðræðislegt samræðumat á starfi leikskóla. Eftirfarandi spurningar leiddu rannsóknina: 1. Hvað telja fulltrúar barna, foreldra og starfsfólks mikilvægt í námi leikskólabarna og þjónustu við þau? 2. Hver er ávinningur og hverjir eru annmarkar þess að nota lýðræðislegt samræðu- mat í innra mati með þátttöku helstu hagsmunaaðila leikskólans, starfsfólks, for- eldra og barna? aðfErð Leikskólarnir sem tóku þátt í rannsókninni voru valdir markvisst (e. purposeful sam- pling) með markmið rannsóknarinnar í huga (Silverman, 2000). Fjórir leikskólar eða öllu heldur fjögur tilvik voru valin, en tilviksrannsókn er algengasta rannsóknarsnið í mati. Hún kemur sérlega vel að gagni þegar lýsa á einhverju nákvæmlega og til að öðlast skilning á starfsemi. Hún gerir einnig ráð fyrir ólíkum sjónarmiðum og leitar ekki eftir einum sannleika. Tilviksrannsókn hentar einnig vel til að fá fram þarfir þátttakenda í þarfagreiningu (Fitzpatrick o.fl., 2004). Þeir leikskólar sem valdir voru starfa eftir ólíkum starfsaðferðum. Af trúnaðarástæðum er einungis gerð grein fyrir vettvangi í grófum dráttum og þar sem það þjónar tilgangi rannsóknarinnar. Til að tryggja nafnleynd hafa leikskólunum verið gefin gervinöfn. Leikskólarnir sem tóku þátt í rannsókninni voru Hóll, Kátakot, Gullkistan og Klettur. Gagnasöfnun fór fram veturinn 2005−2006. Þátttakendur voru alls 78, þar af 36 börn, 19 foreldrar og 23 starfsmenn leikskólanna. Jafnframt var rituðum gögnum um starfsemi leikskólanna safnað og þau greind. Fyrsta stig í ferli lýðræðislegs samræðumats var að skilgreina hagsmunaaðila matsins (sjá mynd bls. 61). Því næst voru fulltrúar þeirra valdir á markvissan hátt af leikskólastjóra hvers leikskóla. Viðtöl voru tekin við börn í litlum hópum og teikn- uðu þau meðan á viðtalinu stóð. Samræður barnanna voru afritaðar og greindar og kynntar í rýnihópum sem í sátu saman fulltrúar foreldra og starfsfólks hvers leikskóla. Í rýnihópunum voru sjónarmið barnanna rædd og ígrunduð ásamt því að foreldrar og starfsfólk ræddi viðhorf sín til starfsemi leikskóla. Umræðurnar í rýnihópunum voru síðan afritaðar og greindar. Að lokum voru rýnihópar foreldra og starfsfólks kallaðir aftur saman í leikskólunum til að ræða heildarniðurstöður og nýtingu matsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.