Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 118

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 118
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012118 mannréttindi fatlaðs fólks og hlUtverk þroskaþJálfa ákvarðanir. Þar reynir á fagmennsku í formi þess að setja eigin skoðanir um það sem ein- staklingnum er fyrir bestu til hliðar og viðurkenna að ólíkir einstaklingar hafa rétt á því að meta með ólíkum hætti hvaða ákvarðanir þeir vilja taka. Í starfsskyldum þroskaþjálfa vegast oft á rétturinn til sjálfsákvörðunar og rétturinn til velferðar og því er mikilvægt að vera meðvitaður um að við tökum öll rangar ákvarðanir einhvern tíma á lífsleiðinni og fatlað fólk á að njóta þess frelsis eins og aðrir. jafnrétti Jafnrétti fólks er einnig mikilvægur þáttur í því grundvallarfrelsi sem birtist í allri mann- réttindalöggjöf og hefur sérstaka skírskotun til réttinda fatlaðs fólks. Grunnforsenda jafn- réttis er sú að allar manneskjur séu, ekki einungis óendanlega verðmætar, heldur einnig jafnar að virði, óháð því hversu fjölbreyttar eða mismunandi þær eru. Þannig er aðgreining fólks á grundvelli siðferðislega ómálefnalegra þátta (kynþáttar, kyns, aldurs, fötlunar) ekki talin á rökum reist og álitin ógild út frá mannréttindasjónarhorninu. Þótt jafnrétti felist fyrst og fremst í jöfnum rétti, er jafn réttur hins vegar ekki nóg þegar kemur að því að taka mið af þeim aðstöðumun sem fólk kann að búa við (Quinn og Degener, 2002). Í jafnrétti felst krafa um jöfn tækifæri, en til að taka þá kröfu alvarlega þegar kemur að fötlun þarf stundum að grípa til ákveðinna aðgerða. Þannig þarf markvisst að vinna gegn kerfisbundinni mismunun á sviðum samgöngumála, félagslegra gæða, opinberrar þjónustu og samskipta. Jafnframt þarf að tryggja fötluðu fólki bestu fáanlegu menntun sem miðar að því að auka getu þess til að takast á hendur fullgild hlutverk í samfélaginu. Þá felast jöfn tækifæri í því að unnið sé gegn þeirri mismunun sem fatlað fólk verður fyrir þegar það er útilokað frá fjölmörgum sviðum daglegs lífs. Þetta kallar á skýra jafnréttislög- gjöf sem auðvelt er að beita og bannar mismunun (Quinn og Degener, 2002). Meginstefið í gegnum allan sáttmálann er jafnrétti og bann við mismunun. Í megin- reglum 3. greinar er talað um bann við mismunun, fulla og áhrifaríka þátttöku í samfélaginu, jöfn tækifæri, aðgengi og jafnrétti kynjanna. Þá er 5. greinin helguð jafnrétti og banni við mismunun auk þess sem allar efnisgreinarnar fjalla um almenn mannréttindi fatlaðs fólks og hvernig þau geti orðið til jafns við réttindi annarra, hvort sem um er að ræða rétt til aðgengis, menntunar, fjölskyldulífs, frelsis og öryggis, heilbrigðis, atvinnu, viðunandi lífs- kjara, tjáningarfrelsis eða þátttöku í stjórnmála- og menningarlífi. Þarna hvílir rík skylda á þroskaþjálfum sem felst í því að skoða hvernig best er hægt að aðstoða einstaklinga við að ná jafnrétti til jafns við aðra á öllum sviðum lífsins og stuðla að því að það verði að veruleika. saMantEKt Hugmyndafræði þroskaþjálfunar á að vera grundvölluð á virðingu fyrir mannlegri reisn, sjálfsákvörðunarrétti og jafnrétti. Ljóst er að nýr Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sýnir hvernig við nálgumst það markmið að geta skapað eitt samfélag fyrir alla þar sem fatlað fólk fær notið mannréttinda sinna og frelsis til að skapa líf sitt á eigin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.