Hugur - 01.01.2008, Síða 27
Heildarsýn og röksemdir
25
Svo hefur til dæmis Epikúros öðruvísi svar.
Epikúros er að þessu leyti og í mörgu öðru undanvillingurinn í grískri heimspeki-
hefð. En innan meginhefðarinnar þar sem eru Sókrates, Platon, Aristóteles, stóu-
menn og síðplatonistar er þetta sambærilegt.
Eitt atriði sem Hadot nefnir um fornaldarheimspeki, en er erfitt að finna hjá heim-
spekingum ídag, er samhengið á milli heimspekinnar og lífsmátans. Til dœmis Sókrates
og augljóslega stóumenn og Epikúros reyna að lifa í takt við hugmyndir sínar, gera
heimspeki sína að lífsmáta. Heldurðu að petta se' rétt og erpetta ennpá til staðar hjá
Plótínosi?
Já, þetta er bæði til staðar hjá þessum sem þú nefnir og Plótínosi. Ævisagan sem
Porfyríos, nemandi hans, skrifaði er mjög merk heimild og eina dæmið um heim-
spekingsævi frá fornöld sem er skrifuð af manni sem þekkti viðkomandi vel. Por-
fyríos dregur upp ákveðna mynd af Plótínosi sem er sjálfsagt ekki alveg hlutlaus,
en Plótínos birtist þar næsta áþekkur Sókratesi um margt, þótt hann sé í allt öðru
umhverfi og ólík manngerð.
Og hangir einhvern veginn lífsmátinn saman við hugsunina?
Jájá, Porfyríos leggur áherslu á að Plótínos lifði í andanum. En lifi maður í and-
anum á réttan hátt verður lífið næsta sjálfkrafa gott og réttar ákvarðanir um hvers-
dagslega hluti koma eins og af sjálfu sér. Maður þarf ekki að hafa fyrir því að hugsa
mikið um þessa hversdagslegu hluti, en ákvarðanirnar eru réttar ...
Þetta er svona svipað og trúað fólk segir að trúin veitipví.
Já kannski. Þetta tengist ritgerð sem mig langar að skrifa bráðum, er reyndar byrj-
aður á og búinn að lofa þannig að ég hlýt að gera það. [Hlær\
Þrátt fyrir alla leti.
Já. Greinin er um bæði Plótínos og Platon og um dygðakenningu þeirra og um
verk, þ.e.a.s. athafnir í venjulegum skilningi sem ytri virkni sálar. Raunar er þetta
framhald og betrumbót á ritgerð sem þegar hefúr birst á íslensku í Mikjálsmessu,
afmælisriti Mikaels M. Karlssonar. Manstu eftir tvöfoldu virkninni sem ég var að
tala um?
Já. Verk semytri virkni, ertupá að tala um eins ogfótspor sem eru önnur virknipess að
ganga?
Já. Góðar og réttar athafnir eru eins og fótspor sem góð sál skilur eftir sig. Plótínos
virðist hafa verið af auðugum kominn, en Porfyríos segir að betri borgarar í Róm
hafi falið honum börnin sín. Plótínos var fjárhaldsmaður þeirra og að því er virðist
uppalandi. Dauðvona efnamenn sem áttu lítil börn treystu engum betur en honum
til að fara með fé þeirra og ala þau upp. Svo er svolítið fyndin saga af því að ein-
hvern tímann var stolið einhverju þarna á heimilinu og Plótínos kallar á alla þjón-