Hugur - 01.01.2008, Side 32
30
Páll Skúlason
til hans: „Drama heimspekingsins er drama þess sem veit að hann flytur algild
sannindi og uppgötvar að hann getur ekki deilt þessum sannindum með öðrum
þrátt fyrir rök sem hann færir fyrir þeim.“3 Alquié vitnar í Descartes sem segir í
bréfi til föður Mersenne að hann hafi fundið leið til að færa sönnur á frumspekileg
sannindi sem séu fullkomnari en stærðfræðilegar sannanir, en bætir við að hann
viti ekki hvort honum takist að sannfæra aðra um þetta. Alquié gengur svo langt
að segja að honum virðist að undrun heimspekingsins yfir því að vera ekki skilinn
sé sjálf uppspretta vestrænnar heimspeki: „hún hafi ef til vill fæðst með undrun
Platons frammi fyrir því að Sókrates hafi verið dæmdur til dauða og að hann hafi
ekki verið skilinn".4
Snúum okkur nú að heimspekingnum í sögunni. Frá því ég tók að stunda heim-
speki hefúr mér fúndist að ég væri að taka þátt í miklu andlegu ævintýri sem hefði
hafist fyrir löngu og væri engan veginn séð fyrir endann á. Heimspekisagan væri
svo sannarlega dramatísk og það væru mikil forréttindi að fá að taka þátt í henni
á sinn takmarkaða, persónulega hátt. Og mér er ekki launung á því að sá heim-
spekingur sem mér virtist öðrum fremur opinbera mikilvægi heimspekisögunnar
var Hegel. En nú ber svo við að Alquié sér hlutina í allt öðru ljósi en ég er vanur
og það er Hegel sjálfúr, sá sem ég kaus að líta á sem heimspekinginn par excellence,
sem verður skotspónn Alquié einmitt vegna áherslu hans á mikilvægi sögunnar til
að öðlast skilning á heimspekingnum. Nú gef ég Alquié aftur orðið:
Annars vegar eru þeir sem vilja skilja heimspekingana og fyrirlíta söguna
eða líta á hana sem röð staðreynda, hins vegar eru þeir sem vilja skilja
söguna og framrás heimsins og fyrirlíta heimspekinginn. Þessir síðar-
nefndu eru miklu fleiri, en fram að Hegel má að minnsta kosti virða þá
fyrir það að ætla sér ekki að vera meiri heimspekingar en heimspeking-
urinn sjálfúr. En svo er ekki lengur. Nú á dögum er það ekki lengur aðeins
sagan sem hindrar skilning á heimspekingnum, heldur sjálf hugmyndin
um söguna sem grundvallarviðmið eða gildi.5
Núorðið vilja flestir fræðimenn, segir Alquié, skilja bæði söguna og heimspekina
og ekki velja á milli þeirra. En þá leiðir það til þess að þeir fórna heimspekinni
fyrir söguna, það er að segja þeir setja heimspekina í sögulegt samhengi sem jafn-
gildir, að dómi Alquié, að reyna ekki að skilja hana. Dæmið sem hann tekur er
meðferð Hegels á Kant:
Hegel er sannfærður um að öll raunverulega tjáð hugsun sé ákveðið
augnablik eða áfangi í sögunni. Kant spurði sig hvernig vísindin séu
möguleg. Hegel spyr sig hvernig Kant hafi verið leiddur til að spyrja sig
þessarar spurningar. Kant hóf sig á svið forskilvitlegrar vitundar. Hegel
spyr sig hvernig Kant hafi verið leiddur til hinnar forskilvitlegu vitundar.
3 Sama rit, s. 28.
4 Sama rit, s. 29-30.
5 Sama rit, s. 34-35.