Hugur - 01.01.2008, Síða 34

Hugur - 01.01.2008, Síða 34
32 Páll Skúlason Berkeley, Hume, Malebranche og Husserl sem allir skýra heiminn eða réttara sagt reynslu okkar af heiminum út frá einhverju öðru en heiminum sjálfum, einhverju sem ekki er sjálft heimur, heldur uppspretta merkingar þess sem við uppgötvum í reynslunni og sem gerir þannig veruleikann skiljanlegan fyrir okkur, að minnsta kosti að vissu marki, það er að segja að svo miklu leyti sem það er á valdi manns- andans að skilja heiminn. Heimspekingar nýaldar, sem Alquié nefnir, eiga það allir sammerkt að undrast það að í náttúrunni og reynslu okkar skulum við sífellt rekast á sömu, stöðugu tengslin á milli hlutanna, tengsl sem virðast óhjákvæmileg og algild, án þess að við vitum hvers vegna. Verkefni heimspekinga verður að reyna að draga hina skiljanlegu ástæðu fram í dagsljósið. Og Alquié nefnir sem dæmi hvernig Hume skýrir lögmál heimsins með vísun í vana þeirrar sálrænu hkamsveru sem hvert okkar er og hvernig Kant skýrir sömu lögmál með skírskotun í frum- hugtök og fyrirfram sanna reynsludóma. En Alquié lætur ekki dæmin duga, heldur bendir á tvennt varðandi aðferð heimspekinnar sem hann telur heimspekingum sameiginlegt. Það er í fyrsta lagi að heimspekin bregst ævinlega við þekkingu sem ekki er heimspekileg, skoðunum og hugmyndum sem heimspekingurinn uppgötvar sem ófullnægjandi ef ekki beinlínis villandi; og hann gerist væntanlega heimspekingur einmitt vegna þess að hann sættir sig ekki við þetta ástand okkar að halda að við vitum og skiljum það sem við hvorki vitum né skiljum. í öðru lagi skiptir andleg saga heimspekings sjálfs höfuðmáli, það er að segja hvernig hann gerir sína persónulegu uppgötvun á því hvað miður fer í reynsluþekkingu okkar og hvernig hann mótar á sinn persónulega hátt hugmyndirnar til að gera heiminn og reynslu okkar skiljanleg. Alquié orðar það svo að heimspekingurinn „hefji eigin sögu upp á stall eðlisins“, það er hann lætur sína eigin andlegu sögu vera dæmigerða fyrir það hvernig á að skilja heiminn fyrir hvern sem vera skal. Þess vegna segir Descartes um fyrstu hugleiðingu sína að það þurfi vikur og mánuði til að skilja hana, en að dómi Alquié væri það fáránlegt, ef fyrstu hugleiðinguna mætti smætta niður í þau fræðilegu sannindi sem hún inniheldur, því að til þess að skilja þau þurfi tæplega meira en hálftíma!10 Þótt aðferð heimspekinganna sé í megindráttum sú sama þá mótar hver hana á sinn persónulega hátt. En lykilatriðið er að markmiðið sem heimspekingarnir stefna að er hið sama, en það er að sýna að heimurinn feli ekki í sér sín eigin skilyrði. Að dómi Alquié hættir okkur til að gerast sek um eina meginvillu sem felur í sér allar aðrar sem okkur verður á þegar heimspeki á í hlut, en það er að halda að heimspekingarnir veiti okkur aðgang að öðrum heimi. Þessi villa verður þegar við lítum svo á að heimspekin miðli hlutlægum sannindum í heimspekilegu kerfi. Kerfið kemur til sögunnar, segir Alquié, þegar heimspekingurinn er búinn að yfirgefa þennan heim, gefst upp á því að reyna að botna í honum, og vill sýna okkur í staðinn annan heim og sannari sem er í samræmi við kerfið sem hann hefur smíðað með hugtökum sínum. Væntanlega hefur Alquié hér einkum í huga Hegel, þótt hann segi það ekki, og þá sérstaklega þá staðreynd að heimspeki hans io Sbr. sama rit, s. 85.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.