Hugur - 01.01.2008, Page 41

Hugur - 01.01.2008, Page 41
Vit og vitleysa 39 aðstöðu til að vænta þess að heimspeki Kants verði hluti af andlegum búnaði alls vel menntaðs fólks á sama hátt og heimspeki Descartes er hluti af andlegum bún- aði allra vel menntaðra Frakka. I þessu máli um skýrleika og skiljanleika í heimspeki virðast vera hringrásir, eða pendúlsveiflur, eins og í svo mörgu öðru. A eftir tímabili þar sem óskýrleiki er í tísku kemur venjulega andóf gegn því og ný kynslóð heimspekinga gerir vísvitandi tilraun til að skrifa skýrar. En eftir það mun skýrleikinn með tímanum enn einu sinni úrættast í óskýrleika þar til næsta andóf kemur. Eg hef lifað mestan hluta af einni slíkri hringrás á fullorðinsárum mínum. Ég veit að Bretland er lítið eyland og að dæmi tekið frá þessu landi einu hefur takmarkað gildi, en einmitt þetta þrönga sjónarhorn kann að skerpa á þessu atriði. Þegar ég byrjaði háskólanám árið 1949 lásu allir sem höfðu áhuga á greininni verk þálifandi heimspekinga í Bret- landi sem voru Bertrand Russell, G.E. Moore, Wittgenstein, Karl Popper, Isaiah Berlin, J.L. Austin, Gilbert Ryle og A.J. Ayer. Allir þessir heimspekingar nema Wittgenstein og Austin skrifuðu með þeim hætti sem vakti áhuga gáfaðs fólks, og flestir þeirra voru lesnir meira utan háskólaheimsins en innan hans. Einkum hafði Russell gífúrleg áhrif á frjálslyndar skoðanir og á seinni árum sínum varð hann átrúnaðargoð róttækra ungliða. Hann og Ayer skrifúðu báðir mikið í dagblöð og urðu frægir sem útvarpsmenn, ekki aðeins fyrir að láta í ljós skoðanir sínar á almennum málefnum samtímans heldur einnig fyrir að vera talsmenn tiltekinnar aðferðar við að taka á málum. Af einstökum menntamönnum hafði Moore senni- lega mest áhrif á Bloomsbury-hópinn.' Popper hafði mikil áhrif á hverja kynslóð stjórnmálamanna á eftir annarri og einnig á marga starfandi vísindamenn, en nokkrir þeirra hlutu Nóbelsverðlaun. Nú leika eftirmenn þessara heimspekinga, sem gegna sömu prófessors- og rann- sóknastöðum, ekki nándar nærri eins yfirgripsmikil hlutverk. Yfirleitt eru skrif þeirra ekki aðlaðandi eða jafnvel aðgengileg þeim sem eru ekki heimspekingar. Svo sanngirni sé gætt verður að hafa í huga að hin margþætta útþensla æðri menntunar sem hefúr átt sér stað á síðustu fimmtíu árum um gervallan hinn þró- aða heim hefur fært þeim nokkrum sinnum stærri hóp sérmenntaðra lesenda en áður. En eftir stendur sú staðreynd að þeir virðast ekki búast við, og virðast jafnvel ekki vilja, að skrif þeirra séu lesin af neinum öðrum en félögum þeirra í faginu og nemendum í fúllu námi. Það sem meira er, þau okkar sem geta skilið það sem þeir skrifa myndu gera árangurslausa leit í ritum þeirra að stílseinkennum höfiinda á borð við Platon eða Hume. Sannleikurinn er sá að margir af fremstu heimspek- ingum nú á dögum eru gagnrýndir undir fjögur augu af félögum sínum í faginu fyrir það hve skrif þeirra eru fráhrindandi. Samkvæmt orðabók í heimspeki eftir Daniel Dennett1 2 sem er ekki gefin út opinberlega en dreift víða, hefúr nafn eins 1 [Bloomsbury-hópurinn (7he Bloomsbury Group) var hópur breskra rithöfunda, listamanna og hugsuða sem komu saman frá árinu 1905 til loka fjórða áratugarins í Bloomsbury í London.] 2 [Daniel Dennett (f. 1942) er bandarískur heimspekingur. Hann er einkum þekktur fyrir verk sín um heimspeki hugans. Bækur eftir hann eru m.a. Vje Intentional Stance (1987) og Consciousness Explained (1991).]
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.