Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 47

Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 47
Vit og vitleysa 45 spekingar vilji gjarnan teljast mjög greindir og reyna að sýna hvað þeir eru greindir með rithætti sínum: hvað þeir eru skarpir að gera hárfínan greinarmun, hvað þeir hafa gott vald á flóknum röksemdafærslum, hvað þeir eru miklir snillingar í rök- legum greiningum. En það sem hvetur til skrifta skín alltaf í gegn, eins og Schop- enhauer minnti okkur á. Innri hvatir rithöfundar, jafnvel þegar hann gerir hug- vitssamlegar tilraunir til að leyna þeim, gægjast alltaf út á milli h'nanna hjá honum. Somerset Maugham sagði að rithöfúndur gæti engu frekar ákvarðað þá ímynd sem hann færir lesendum sínum af sjálfúm sér en að stökkva á skuggann af sér. Ennfremur leikur lítill vafi á því að sumt af því sem hvetur okkur öll til skrifta er ómeðvitað. Niðurstaðan er, hvort sem okkur líkar það eða ekki, að stíllinn opinber- ar gildismat okkar. Margir heimspekingar munu aldrei skrifa skýrt. Þeir geta það ekki af því að þeir eru hræddir við skýrleika. Þeir óttast að sé það sem þeir skrifa skýrt þá muni fólk álíta að það Hggi í augum uppi. Og þeir vilja að hugsað sé um þá sem meistara hins erfiða. Þegar ég gerði útvarpsþætti mína um heimspeki í þremur flokkum, tvo fyrir sjónvarp og einn fyrir hljóðvarp, uppgötvaði ég að einungis fáeinir í stéttinni - aðallega mikilhæfústu einstaklingarnir, eins og til dæmis Quine, Chomsky, Popper, Berlin og Ayer - voru fúsir til að ávarpa almenna áheyrendur á einfaldan og af- dráttarlausan hátt. Flestir hinna óttuðust að ef þeir gerðu þetta mundu þeir lækka í áliti hjá starfsfélögum sínum. Það skipti þá miklu máh að það sem þeir gerðu sem fagmenn skyldi virðast erfitt. Það er mjög mikilvægt að gera greinarmun á erfiðleika og óskýrleika. Þegar heimspekingar á borð við Platon, Hume og Schopenhauer skrifa um hin erfiðustu vandamál á skýru máli lætur skýrleiki þeirra vandamálin ekki virðast einföld eða auðveld úrlausnar. Þvert á móti gerir hann skilningi okkar erfiðleikana fúllkomlega ljósa. Að ganga út frá því að sé vandamál frámunalega torvelt þá þurfi af þeim sökum að fjalla um það á máli sem er frámunalega torvelt er að gera sig sekan um rökvillu - hliðstæða þeirri sem dr. Johnson skopstældi með þessum ummælum: „Sá sem rekur feita uxa ætti sjálfúr að vera feitur.“ Vitanlega getur texti verið óskýr af ýmsum ástæðum. Ein algeng ástæða er að höfundurinn er sjálfur ráðvilltur. Önnur er að hann hefúr verið latur og hefúr ekki hugsað vandamálin til enda áður en hann settist við skriftir. Enn önnur er sú að hann hefúr verið óþolinmóður og því birt það sem hann hefði átt að líta á sem næstsíðasta uppkast - í sjálfsævisögu sinni nefnir Hume þetta sem sérstaklega algeng mistök - mistök sem hann telur að hann kunni sjálfúr að hafa gert. Það eru einnig, satt að segja, mistök sem Kant gerði hvað snerti gagnrýniverk hans, í því tilfelli vegna þess að hann var hræddur um að hann dæi áður en hann lyki þeim. En málið er að engar þessar ástæður gefa tilefni til aðdáunar. Þær eru allar hryggilegar. Sú staðreynd að eitthvað er óskýrt ætti aldrei, aldrei, aldrei að auka virðingu okkar fyrir því. Við getum engu að síður borið virðingu fyrir því þrátt fyrir óskýrleikann, en óskýrleiki er ætíð galli og aldrei kostur. Góður stíll verður til einungis í þeim tilvikum - en ekki endilega í öllum slíkum tilvikum, eins og dæmi Kants sýnir - þegar höfúndurinn er fyrst og fremst upp- tekinn af viðfangsefninu en ekki af sjálfúm sér og því sem aðrir muni hugsa um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.