Hugur - 01.01.2008, Síða 51

Hugur - 01.01.2008, Síða 51
Siðferði, hugsun og ímyndunarafl 49 misdjúp, misnæm, missönn. Sá sem verður vitni að fæðingu barns án þess að það hafi minnstu áhrif á hann gæti vel álasað sjálfum sér fyrir tilfinningaleysið. I heimi þar sem dráp á nýburum væri rangt aðeins vegna þess að annað fólk hefur þá í hávegum og færi á mis við ánægjuna af að ala þá upp myndi fólk á hinn bóginn varla bregðast við fæðingu barns með sama hætti og við þekkjum. Að minnsta kosti hefðu slík viðbrögð enga dýpri merkingu; þau segðu okkur ekkert sérstakt um barnið, stöðu þess og okkar í tilverunni, eða skuldbindingu einnar manneskju við aðra. I heimi Warrens væri einum þeirra atburða sem frá okkar sjónarhóli ljær mannlegu lífi grundvallarmerkingu - fæðing barns - gefið gildi sem okkur kann að virðast grafa undan þeirri merkingu.3 Olík viðbrögð við veruleikanum af því tagi sem ég hef hér lýst ráðast af miklu leyti af því hvað við sjáum í því sem er og gerist. Hugmynd Warrens felur í raun í sér að við hættum að líta á nýfædd börn á einn máta og förum að líta á þau á annan; einkum sem mögulega ánægjugjafa fyrir annað fólk. Það er hér sem þáttur ímyndunaraflsins í siðferðilegri hugsun kemur berlega í ljós. Imyndunaraflið gerir okkur kleift að sjá ólíka hluti og finna ólíka merkingu í veruleikanum. Siðferði- legur ágreiningur milli fólks á oftar en ekki rætur að rekja til þess hve mikla rækt það leggur við ímyndunaraflið, og hvers konar ímyndunarafl það ræktar. En sið- ferðilegur ágreiningur getur um leið endurspeglað ósætti um mikilvægi ímynd- unaraflsins yfirleitt og þátt þess í siðferðilegri hugsun. I þessari grein langar mig að skoða þátt ímyndunaraflsins í hugsun okkar. Ég mun byrja á því að ræða stutt- lega þá litlu athygli sem ímyndunaraflið hefur fengið í hefðbundinni siðfræði. Þá ræði ég um tengsl ímyndunarafls og heimspekilegrar hugsunar. Loks sný ég mér aftur að siðferðilegri hugsun og því hvernig siðfræði getur tekið ímyndunaraflið alvarlega. Heimspekingarnir og ímyndunaraflið Af einhverjum ástæðum hafa heimspekingar veitt þætti ímyndunaraflsins í sið- ferðilegri hugsun litla athygli og jafnvel lokað augunum algerlega fyrir honum. I einni ritgerða sinna4 tekur Cora Diamond dæmi af kunnu inngangsriti í siðfræði eftir heimspekinginn William Frankena til að útskýra þessa tilhneigingu.5 Þar setur Frankena fram nánast viðtekna hugmynd um það í hverju siðferðileg 3 I skáldsögu Knuts Hamsun Gróðurjarðar(\)ýð. Helgi Hjörvar, Reykjavík: Almenna bókafélagið 1960) kemur barnsmorð oftar en einu sinni við sögu. Meðal annars segir af Ingigerði, konu Isaks í Landbrotum, sem fyrirkemur barni sínu þegar hún sér að það hefur skarð í vör líkt og hún sjálf. Eftir að Ingigerður hefur afplánað dóm fyrir brot sitt og er komin aftur til fjölskyldu sinnar segir hún manni sínum frá ýmsu sem fyrir hana bar í refsivistinni: „Hún sagði Isak einu sinni frá því hvað hún hefði heyrt ungan læknanema segja um allt hennar glæpaverk: hversvegna ætti að liggja refsing við því að drepa börn? já, jafnvel heilbrigð börn, jafnvel vel sköpuð börn? Þau væru eins og hverjar aðrar kjötklessur, ekki annað. - Isak spurði: Var hann þá óargadýr?“ (145). Spurning Isaks tjáir af einlægni fjarlægð hans frá læknanemanum unga. 4 Sjá Cora Diamond, „Missing the Adventure: Reply to Martha Nussbaum“, í The Realistic Spirity London: The MIT Press 1996. 5 William Frankena, Ethics, Englewood Cliffs: Prentice Hall 1963.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.