Hugur - 01.01.2008, Qupperneq 51
Siðferði, hugsun og ímyndunarafl
49
misdjúp, misnæm, missönn. Sá sem verður vitni að fæðingu barns án þess að það
hafi minnstu áhrif á hann gæti vel álasað sjálfum sér fyrir tilfinningaleysið. I heimi
þar sem dráp á nýburum væri rangt aðeins vegna þess að annað fólk hefur þá í
hávegum og færi á mis við ánægjuna af að ala þá upp myndi fólk á hinn bóginn
varla bregðast við fæðingu barns með sama hætti og við þekkjum. Að minnsta
kosti hefðu slík viðbrögð enga dýpri merkingu; þau segðu okkur ekkert sérstakt
um barnið, stöðu þess og okkar í tilverunni, eða skuldbindingu einnar manneskju
við aðra. I heimi Warrens væri einum þeirra atburða sem frá okkar sjónarhóli ljær
mannlegu lífi grundvallarmerkingu - fæðing barns - gefið gildi sem okkur kann
að virðast grafa undan þeirri merkingu.3
Olík viðbrögð við veruleikanum af því tagi sem ég hef hér lýst ráðast af miklu
leyti af því hvað við sjáum í því sem er og gerist. Hugmynd Warrens felur í raun í
sér að við hættum að líta á nýfædd börn á einn máta og förum að líta á þau á
annan; einkum sem mögulega ánægjugjafa fyrir annað fólk. Það er hér sem þáttur
ímyndunaraflsins í siðferðilegri hugsun kemur berlega í ljós. Imyndunaraflið gerir
okkur kleift að sjá ólíka hluti og finna ólíka merkingu í veruleikanum. Siðferði-
legur ágreiningur milli fólks á oftar en ekki rætur að rekja til þess hve mikla rækt
það leggur við ímyndunaraflið, og hvers konar ímyndunarafl það ræktar. En sið-
ferðilegur ágreiningur getur um leið endurspeglað ósætti um mikilvægi ímynd-
unaraflsins yfirleitt og þátt þess í siðferðilegri hugsun. I þessari grein langar mig
að skoða þátt ímyndunaraflsins í hugsun okkar. Ég mun byrja á því að ræða stutt-
lega þá litlu athygli sem ímyndunaraflið hefur fengið í hefðbundinni siðfræði. Þá
ræði ég um tengsl ímyndunarafls og heimspekilegrar hugsunar. Loks sný ég mér
aftur að siðferðilegri hugsun og því hvernig siðfræði getur tekið ímyndunaraflið
alvarlega.
Heimspekingarnir og ímyndunaraflið
Af einhverjum ástæðum hafa heimspekingar veitt þætti ímyndunaraflsins í sið-
ferðilegri hugsun litla athygli og jafnvel lokað augunum algerlega fyrir honum. I
einni ritgerða sinna4 tekur Cora Diamond dæmi af kunnu inngangsriti í siðfræði
eftir heimspekinginn William Frankena til að útskýra þessa tilhneigingu.5 Þar
setur Frankena fram nánast viðtekna hugmynd um það í hverju siðferðileg
3 I skáldsögu Knuts Hamsun Gróðurjarðar(\)ýð. Helgi Hjörvar, Reykjavík: Almenna bókafélagið
1960) kemur barnsmorð oftar en einu sinni við sögu. Meðal annars segir af Ingigerði, konu
Isaks í Landbrotum, sem fyrirkemur barni sínu þegar hún sér að það hefur skarð í vör líkt og
hún sjálf. Eftir að Ingigerður hefur afplánað dóm fyrir brot sitt og er komin aftur til fjölskyldu
sinnar segir hún manni sínum frá ýmsu sem fyrir hana bar í refsivistinni: „Hún sagði Isak
einu sinni frá því hvað hún hefði heyrt ungan læknanema segja um allt hennar glæpaverk:
hversvegna ætti að liggja refsing við því að drepa börn? já, jafnvel heilbrigð börn, jafnvel vel
sköpuð börn? Þau væru eins og hverjar aðrar kjötklessur, ekki annað. - Isak spurði: Var hann
þá óargadýr?“ (145). Spurning Isaks tjáir af einlægni fjarlægð hans frá læknanemanum unga.
4 Sjá Cora Diamond, „Missing the Adventure: Reply to Martha Nussbaum“, í The Realistic
Spirity London: The MIT Press 1996.
5 William Frankena, Ethics, Englewood Cliffs: Prentice Hall 1963.