Hugur - 01.01.2008, Page 52
50
Jón A. Kalmansson
yfirvegun er fólgin. Hugmynd Frankena er sú að siðferðileg yfirvegun byggist í
aðalatriðum á tvennu. Annars vegar byggist hún á því að greina staðreyndir máls,
og hins vegar á því að fella þessar staðreyndir undir viðeigandi meginreglur eða
kenningar. Loks skal draga rökréttar ályktanir af þessu tvennu. Ef spurt væri, svo
dæmi sé tekið, hvort gera ætti hættulega og dýra aðgerð á alvarlega fötluðu barni
þá þyrfti annars vegar að ákvarða hvert ástand barnsins er og hvort aðgerð þjóni
einhverjum tilgangi.6 Slíkt mat er dómur um staðreyndir sem oft getur verið háð
áliti sérfræðinga. Hins vegar þarf að ákvarða hvaða siðferðilega meginregla eigi
við um slík tilfelli. Vegur til dæmis það sjónarmið þyngst að allt mannlegt líf sé
heilagt, eða sú meginregla að gera eigi það sem komi viðkomandi barni best? Eða
gildir enn önnur siðferðileg meginregla um viðkomandi tilvik? Siðferðileg yfir-
vegun, að dómi Frankena, er í grófum dráttum fólgin í því að finna sem best svör
við slíkum spurningum. Þá skiptir ekki síst máli að skoða þær siðfræðilegu kenn-
ingar og réttlætingar sem Hggja meginreglunum til grundvallar.
Það sem gerir lýsingu Frankena athyghsverða, að dómi Diamond, er dæmið sem
hann notar til að útskýra mál sitt, en það er fengið úr Krítoni eftir Platon. Sú
samræða inniheldur rökræður Sókratesar og Krítons um það hvort Sókrates eigi
að forða sér frá bana með því að strjúka úr fangelsi. Frankena telur rökræðu
Sókratesar í þessari samræðu vera skólabókardæmi um siðferðilega hugsun. Hann
lítur svo á að Sókrates setji fram þrjár röksemdafærslur fyrir því að hann eigi ekki
að strjúka og brjóta þar með lög Aþenuborgar. Hver þessara rökfærsla hafi tvær
forsendur, annars vegar siðferðilega meginreglu og hins vegar fullyrðingu um stað-
reynd. Að dómi Frankena er fyrsta rökfærsla Sókratesar sú að menn eigi aldrei að
gera nokkrum manni illt (siðaregla), og ef Sókrates strjúki þá sé hann að gera
ríkinu illt (staðreynd). Onnur röksemdafærsla Sókratesar segir Frankena vera þá
að menn eigi að halda loforð (siðaregla) og ef Sókrates strjúki þá sé hann að svíkja
loforð (staðreynd). Þriðja röksemdafærslan er sú að við eigum að sýna foreldrum
okkar og kennurum hlýðni og virðingu (siðaregla) og ef Sókrates strjúki þá sé
hann að óhlýðnast foreldrum sínum og kennurum (staðreynd).
Diamond bendir á að þótt þetta kunni að virðast harla hversdagsleg og sjálfsögð
útUstun á hugsun Sókratesar þá leiði nánari skoðun í ljós hve ankannaleg hún er.
Auðveldast er að koma auga á það með því að beina athyglinni að hinni meintu
staðreynd í þriðju röksemdafærslu Sókratesar; ef Sókrates strýkur þá er hann að
óhlýðnast foreldrum sínum og kennurum. Diamond segir:
Þetta er ekki staðreynd nema það sé staðreynd að lög Aþenuborgar séu
foreldrar Sókratesar. Hvernig er það staðreynd? Ef Sókrates hefði sagt,
„Kríton, þú veist þetta ekki en ég var alinn upp af úlfum,“ þá hefði það
sannarlega verið staðreynd um uppeldi Sókratesar sem Krítoni hefði áður
6 Þetta dæmi er fengið úr öðru og nýlegra inngangsriti í siðfræði, Stefnum og straumum í sið-
frœði, eftir bandaríska heimspekinginn James Rachcls, þýð. Jón A. Kaimansson, Reykjavík:
Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan 1997. Hugmynd Rachels um siðferðilega yfirvegun er að
mörgu leyti keimlík hugmynd Frankena.