Hugur - 01.01.2008, Síða 52

Hugur - 01.01.2008, Síða 52
50 Jón A. Kalmansson yfirvegun er fólgin. Hugmynd Frankena er sú að siðferðileg yfirvegun byggist í aðalatriðum á tvennu. Annars vegar byggist hún á því að greina staðreyndir máls, og hins vegar á því að fella þessar staðreyndir undir viðeigandi meginreglur eða kenningar. Loks skal draga rökréttar ályktanir af þessu tvennu. Ef spurt væri, svo dæmi sé tekið, hvort gera ætti hættulega og dýra aðgerð á alvarlega fötluðu barni þá þyrfti annars vegar að ákvarða hvert ástand barnsins er og hvort aðgerð þjóni einhverjum tilgangi.6 Slíkt mat er dómur um staðreyndir sem oft getur verið háð áliti sérfræðinga. Hins vegar þarf að ákvarða hvaða siðferðilega meginregla eigi við um slík tilfelli. Vegur til dæmis það sjónarmið þyngst að allt mannlegt líf sé heilagt, eða sú meginregla að gera eigi það sem komi viðkomandi barni best? Eða gildir enn önnur siðferðileg meginregla um viðkomandi tilvik? Siðferðileg yfir- vegun, að dómi Frankena, er í grófum dráttum fólgin í því að finna sem best svör við slíkum spurningum. Þá skiptir ekki síst máli að skoða þær siðfræðilegu kenn- ingar og réttlætingar sem Hggja meginreglunum til grundvallar. Það sem gerir lýsingu Frankena athyghsverða, að dómi Diamond, er dæmið sem hann notar til að útskýra mál sitt, en það er fengið úr Krítoni eftir Platon. Sú samræða inniheldur rökræður Sókratesar og Krítons um það hvort Sókrates eigi að forða sér frá bana með því að strjúka úr fangelsi. Frankena telur rökræðu Sókratesar í þessari samræðu vera skólabókardæmi um siðferðilega hugsun. Hann lítur svo á að Sókrates setji fram þrjár röksemdafærslur fyrir því að hann eigi ekki að strjúka og brjóta þar með lög Aþenuborgar. Hver þessara rökfærsla hafi tvær forsendur, annars vegar siðferðilega meginreglu og hins vegar fullyrðingu um stað- reynd. Að dómi Frankena er fyrsta rökfærsla Sókratesar sú að menn eigi aldrei að gera nokkrum manni illt (siðaregla), og ef Sókrates strjúki þá sé hann að gera ríkinu illt (staðreynd). Onnur röksemdafærsla Sókratesar segir Frankena vera þá að menn eigi að halda loforð (siðaregla) og ef Sókrates strjúki þá sé hann að svíkja loforð (staðreynd). Þriðja röksemdafærslan er sú að við eigum að sýna foreldrum okkar og kennurum hlýðni og virðingu (siðaregla) og ef Sókrates strjúki þá sé hann að óhlýðnast foreldrum sínum og kennurum (staðreynd). Diamond bendir á að þótt þetta kunni að virðast harla hversdagsleg og sjálfsögð útUstun á hugsun Sókratesar þá leiði nánari skoðun í ljós hve ankannaleg hún er. Auðveldast er að koma auga á það með því að beina athyglinni að hinni meintu staðreynd í þriðju röksemdafærslu Sókratesar; ef Sókrates strýkur þá er hann að óhlýðnast foreldrum sínum og kennurum. Diamond segir: Þetta er ekki staðreynd nema það sé staðreynd að lög Aþenuborgar séu foreldrar Sókratesar. Hvernig er það staðreynd? Ef Sókrates hefði sagt, „Kríton, þú veist þetta ekki en ég var alinn upp af úlfum,“ þá hefði það sannarlega verið staðreynd um uppeldi Sókratesar sem Krítoni hefði áður 6 Þetta dæmi er fengið úr öðru og nýlegra inngangsriti í siðfræði, Stefnum og straumum í sið- frœði, eftir bandaríska heimspekinginn James Rachcls, þýð. Jón A. Kaimansson, Reykjavík: Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan 1997. Hugmynd Rachels um siðferðilega yfirvegun er að mörgu leyti keimlík hugmynd Frankena.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.