Hugur - 01.01.2008, Page 57

Hugur - 01.01.2008, Page 57
Siðferði, hugsun og ímyndunarafl 55 meðvitaðan hátt gerí manninn og heiminn betri. Þetta er forsenda allrar menningar, allrar viðleitni til að gera sjálfan sig og samfélag sitt á einhvern hátt fiillkomnara en það er. Af þessu leiðir að siðferðileg hugsun er gjarnan írónísk eða tvísæ á þann hátt sem birtist til dæmis í eftirfarandi orðum Immanúels Kant: Maður þarf alls ekki að vera fjandmaður dyggðarinnar heldur einungis að vera yfirvegaður athugandi, sem villist ekki á hinni eindregnustu ósk eftir hinu góða og því að hún rætist, til að draga stundum í efa [...] að í rauninni fyrirfinnist sönn dyggð í veröldinni. Og hér getur ekkert verndað okkur gegn því að bregðast algerlega Hugmyndum okkar um skyldu né varðveitt í sálinni grundaða virðingu fyrir lögmáli skyldunnar nema skýr sannfæring um að jafnvel þótt aldrei hafi verið unnin verk af svo hreinum hvötum, þá sé ekki verið að spyrja um það hér, hvort eitthvað hefur átt sér stað eða ekki, heldur hitt, hvort skynsemin ein og óháð öllum staðreyndum býður hvað gera skuli.'6 Réttlát breytni er áhætta og stökk út í óvissuna. Við höfum enga tryggingu eða sönnun fyrir því að hún sé eða muni nokkurn tíma verða gerleg. Við getum, að dómi Kants, ekki einu sinni vitað hvort við breytum sjálf af virðingu við siða- lögmáhð eða hvort hvötin að breytni okkar er „það kæra sjálf sem enginn friður er fyrir“17. Kant virðist segja okkur að allt sem við vitum í krafti veraldlegs raunsæis og hyggjuvits okkar mæli gegn því að siðferðileg breytni sé til: „Það er af [því kæra sjálfi] sem allar athafnir okkar ráðast, ekki hinu stranga boði skyldunnar“'8. En það er fjarri Kant að fyllast vonleysi eða kaldhæðni af þessum sökum. Öðru nær. Efinn um hið góða, hvort það er til eða hefur einhver áhrif, er einfaldlega hluti af mann- legu lífi í heimi fyrirbæranna. Hann á ekki að draga úr okkur kjarkinn heldur stappa í okkur stálinu. Hann á að treysta hollustu okkur við hugmyndina um skyldu og virðingu fyrir rödd skynseminnar. Við verðum að grundvalla líf okkar á hugmynd sem skynsemin er ófær um að sanna, en getur aðeins sýnt fram á að er möguleg. Hvað sem sanngildi hennar líður hefur hún ómetanlegt gildi vegna þess að hún laðar fram það besta í manninum. Hún mótar mennina og verður óaðskilj- anlegur hluti af því hverjir þeir eru, og gerir þeim um leið mögulegt að lifa af krafti og styrk jafnvel í erfiðum kringumstæðum. Þannig má með vissum hætti segja að maðurinn skapi sjálfan sig og líf sitt með hugmyndum sínum og ímyndunarafli, eða með orðum Iris Murdoch: „Maðurinn er vera sem gerir mynd af sjálfum sér og tekur svo að líkjast myndinni“.19 Fátt í löngunar- og tilfinningalífi okkar er ósnortið, hvort sem er til böls eða blessunar, af hæfileikanum til að sjá hvað gæti verið. Sem félagsvera er maðurinn Sjá Immanuel Kant, Grundvöllur að frumspeki sið/egrar breytni, þýð. Guðmundur Heiðar Frí- mannsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 2003, s. 119. l7 Sama rit, s. 119. ■8 Sama rit, s. 119. :9 Iris Murdoch, „Metaphysics and Ethics" í Existentia/ists andMystics, New York: Penguin 1997, s.75.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.