Hugur - 01.01.2008, Page 69

Hugur - 01.01.2008, Page 69
Siðferði, hugsun og ímyndunarafl 67 fyrir okkur, hreyfir ekki lengur við okkur, og birtist þar af leiðandi ekki í fari okkar; í því hvað og hvernig við hugsum, tölum og komum fram hvert við annað. Sið- ferðileg þekking er ekki fólgin í því einu að þekkja staðreyndir með „höfðinu“ eins og við þekkjum tölfræðilegar upplýsingar eða vísindalegar staðreyndir. Hún er fólgin í dýpri viðurkenningu ogjátningu á mennsku okkar og því sem mótar og skilyrðir hana.4i Diamond bendir í þessu sambandi á að metnaður Dickens sé að vera lesendum sínum, okkur Scrooge-unum, andi hinna ókomnu jóla: „Hann myndi, ef hann gæti, leiða okkur inn í okkar eigið grafhýsi, koma okkur í skilning um þörf okkar fyrir að einhver segði um okkur að hann eða hún var mér góð(ur) á einn eða annan hátt“ (51). I augum Dickens helst slík viðurkenning á eigin mennsku í hendur við möguleika fólks á að lifa vel; geta glaðst yfir gæðum lífsins, geta reiðst ranglæti, geta auðsýnt samúð, geta opnað „harðlæst hjörtu sín til fulls og líta á þá sem minna mega sín sem förunauta á ferð sinni til grafarinnar“.43 Þessi sýn á tengslin milli sjálfsskilnings okkar og getu okkar til að bregðast við sjálfúm okkur og öðrum af réttlæti og samúð heför að sjálfsögðu mikla þýðingu fyrir hugmyndir okkar um siðferðilegri hugsun. Hún gefúr til kynna að siðferðileg hugsun sé að verulegu leyti viðleitni til að öðlast lifandi skilning og viðurkenningu á því hvers konar verur við erum og þýðingu alls þess sem markar og mótar mann- lega tilvist; ekki síst á lífinu sjálfú, dauðanum, áhrifum tímans, fallvaltleikanum, hamingjunni, mannlegum ófullkomleika, líkamleikanum, frelsinu, og svo fram- vegis. Siðferðileg hugsun er fólgin í því að öðlast æ dýpri skilning á þýðingu þess að vera manneskja, ofúrseld mannlegum takmörkunum og möguleikum. Þetta er í sjálfú sér óendanlegt verkefni og miklu dýpra en svo að ein manneskja geti nokk- urn tíma komist til botns í því. I þeim skilningi hlýtur veruleikinn að birtast okkur sem ráðgáta eða ómæli sem við getum aldrei þekkt nema að hluta. En þótt skiln- ingur okkar á mannlegri tilvist verði alltaf takmarkaður er samt eitt og annað sem við getum hugsað um, skerpt skilning okkar á og dýpkað í vitund okkar. Um- hugsunarvert er í þessu samhengi að líkt og Mary Anne Warren hefúr nútíma siðfræði löngum hneigst til að miða hugsun sína við einhverja tiltekna eiginleika manneskjunnar sem taldir eru hafa sérstöðu. Skrif Warren eru með vissum hætti hluti af hefð sem nær að minnsta kosti aftur til upphafsmanna nytjastefnunnar og Immanúels Kant; nytjastefnumenn leggja hæfileikann til að finna til ánægju og sársauka til grundvallar kenningu sinni, og Kant grundvallar kenningu sína á skynsemi. Hugsuðir sem skipa sér undir merki beggja þessara hugmyndahefða geta hjálpað okkur að sjá mikilvægi þessara eiginleika. Enginn vafi er til dæmis á því að Kant hjálpar okkur að skilja þýðingu þess að menn eru skynsemisverur sem búa yfir hæfileika til að taka sjálfstæðar ákvarðanir og breyta af skyldu. Líta má á siðfræðikenningu hans í Grundvelli að frumspeki siðlegrar breytni sem eina sam- fellda tilraun til að leiða okkur fyrir sjónir og gera lifandi fyrir okkur þá staðreynd 42 Róbert H. Haraldsson fjallar víða í skrifum sínum um náskylda hugsun, nefnilega vanda þess og mikilvægi að tileinka sér skoðun, hugmynd eða lífssýn og gera hana að sínu hjartans máli. Sjá Tveggja manna tal, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 2001; og Frjdlsir andar. Ótímabœrar hug/eiðingar um sann/eika, siðferði og trú, Revkjavík: Háskólaútgáfan 2004. 43 Charles Ðickens,Jó/adraumur, s. 16.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.