Hugur - 01.01.2008, Side 113
Sjálfstœð hugsun og rýnandi rannsókn
111
niður í umfjöllun um mun á móttökunámi og uppgötvunarnámi. Kristján er
málsvari þess fyrra en andstæðingur þess síðara:
Þungamiðja [boðskapar uppgötvunarsinna] var að byggja út hinu þurra
staðreyndaþvogli og ítroðslu, þeirri dauðu heilafylli er menn innbyrtu
hugsunarlaust og jórtruðu á fram að prófdegi en síðan aldrei meir. Þess í
stað skyldi taka upp virkt og veitult starf þar sem nemendur sæktu í fróð-
leiksbrunna það sem þá vanhagaði um, að eigin frumkvæði. Aðeins slíkt
nám skilaði varanlegum árangri [...] [ V]ið slík umskipti yrði eðlisbreyting
á áhugahvöt nemandans, hún yrði ekki lengur aðkvæm (von um umbun á
prófi) heldur sjálfkvæm (áhugi á námsefninu sem markmiði í sjálfu sér).4
Athyglisverð eru þau neikvæðu orð sem Kristján leggur í munn andstæðingum
sínum um þau atriði sem hann er hlynntur, og sömuleiðis notkun hans á tíðum en
með henni er gefið í skyn að sjónarmiðið sem hann gagnrýnir sé ýmist liðið hjá,
eða þá að það hafi alltaf verið fullkomlega óraunhæft. I grein um tengsl heimspeki
Aristótelesar og ný-aristótehsma í menntaheimspeki er sú rannsóknaraðferð sem
er til umfjöllunar hér tekin til greiningar og afbyggingar hjá Kristjáni. Hann
bendir á uppruna gerendarannsókna í gagnrýnum samfélagsfræðum, þar með
marxisma, og setur tilvist þeirra í þátíð og jafnframt liggur það í orðum hans að
þar með séu þær ótæk aðferð; í það minnsta sé alveg útilokað að rannsóknir af
þeim toga séu tengdar Aristótelesi á nokkurn hátt.5 Gagnrýni Kristjáns beinist
annars vegar að því að kenningar ný-aristótelismans eigi sér ekki stoð í heimspeki
Aristótelesar, en hins vegar að því að þetta séu ekki góðar kenningar m.a. vegna
skyldleika þeirra við gagnrýnin samfélagsfræði. Mér virðist að fyrri hluti gagn-
rýninnar sé algjörlega réttmætur, en hef efasemdir um seinni hlutann.
Olíkt því sem ætla mætti af tíðanotkun Kristjáns eru hugmyndir um fyrirbæri
á borð við uppgötvunarnám og sjálfkvæma áhugahvöt ekki horfnar af sjónarsvið-
inu, eins og fram kemur með ýmsum hætti hér á eftir, né heldur gerendarann-
sóknir. Það er jafnljóst að átök milli sjónarmiða af því tagi sem við sjáum kristallast
með óvenju skýrum hætti í skrifum Kristjáns eru alls ekki ný af nálinni. I grein
sem Þorsteinn Gylfason skrifaði sem andsvar við sjónarmið Kristjáns varðandi
póstmódernisma kemur þetta fram með athyglisverðum hætti:
Skáldið og erkimódernistinn T.S. Eliot var bandamaður nýrýnanna og
sumir telja hann fremstan þeirra. Nýrýnar voru miklir uppreisnarmenn í
skólastarfi. Sigurður Nordal boðaði að sumu leyti svipaðar hugmyndir á
Islandi. Allir þessir menn töldu bókmenntakennslu skóla á þeim tíma
þjakaða af andvana fróðleikshrafli, utanbókarlærdómi og skilningslausu
4 Kristján Kristjánsson, „Efnið og orðin“, í Þroskakostir, Reykjavík: Rannsóknarstofnun í sið-
fræði 1992, s. 186. Skáletranir eru Kristjáns.
5 Kristján Kristjánsson, „Er kennsla praxís?“, Uppeldi og menntun 14.1 (2005), s. 9-27.