Hugur - 01.01.2008, Síða 114

Hugur - 01.01.2008, Síða 114
112 Arrnann Halldórsson stagli. Kannski Kristján Kristjánsson lcalli þetta nýskólastefnu. Hann er á móti henni.6 En háskólakennsla í bókmenntum var ekki sú eina sem andans mönnum á fyrri hluta 20. aldar þótti ábótavant. Þórbergur Þórðarson lýsir svo reynslu sinni úr kennaraskólanum í Ojvitanum: [Kennslan] var að öllum jafnaði þrædd eftir bókunum. Það var dauðans- lítið nýtt í henni, engar frumlegar athuganir, nálega aldrei nein óvænt sannindi. Hún hafði örsjaldan neitt til brunns að bera sem opnaði manni ný skilningssvið. Hún var laus við að vekja mann til sjálfstæðrar hugsunar eða rýnandi rannsóknar. Ekki kveikti hún heldur löngun með manni til að gerast stríðsmaður sannleikans, boðberi nýrra hugsjóna, postuli hins óforgengilega.7 Aherslan á sjálfstæða hugsun og rýnandi rannsókn sýnir þó að Þórbergur hafði djúpan skilning á því hvað felst í góðri menntun sem þroskar mannsandann. Helsta viðfangsefni okkar í skólum samtímans er einmitt að hvetja nemendur til sjálfstæðrar hugsunar og rýnandi rannsóknar sem þeir takast á hendur af einlæg- um áhuga. Erindi heimspekinnar í menntun er nákvæmlega þetta. Ástundun heimspeki er ein leið til að virkja huga og vitund nemenda, og hindra þannig að þeir verði fyrir neikvæðri upplifun af því tagi sem Þórbergur lýsir. Það er kaldhæðnislegt að sú andlausa stemning sem Þórbergur segir frá hafi verið í kennaraskólanum. Ekki væri óvarlegt að ætla að úr þessum skóla hafi ekki margir komið sem veittu börnum landsins tækifæri til sjálfstæðrar hugsunar og rýnandi rannsóknar. Tímarnir hafa breyst og menntun hefur líkast til farið fram. Margar góðar fyrirætlanir um nýbreytni í menntun hafa þó ekki gengið vel eftir.8 6 Þorsteinn Gylfason, „Er heimurinn cnn að farast?”, Tímarit Má/s og menningar 59.3 (1998), s. 118. Annað dæmi um klassískt viðfangsefni er agaleysi og óvirðing nemenda gagnvart kenn- urum, en þetta var eitt helsta umkvörtunarefni kennara á fyrri hluta 20. aldar í Reykjavík, sbr. eftirfarandi tilvitnun: „Á fundi í febrúar 1926 er enn rætt um framkomu skólabarna og mjög kvartað undan agaleysi" (Ármann Halldórsson (eldri), Saga barnaskóla i Reykjavik til 1930, Rcykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Islands 2001, s. 102). Slóvenski sálgreinirinn og heimspekingurinn Slavoj Zizek hefur sett fram áhugaverða hugmynd um agavandamál í skólum: „I upphafi kynfræðsluatriðisins í [kvikmynd Monty Python-hópsins] The Meaning of Life bíða nemendur eftir kennara sínum, geispa, láta sér leiðast og glápa út í bláinn; þegar einn þeirra, sem stendur við dyrnar, hrópar „Kcnnarinn er að koma!“ byrja þcir umsvifalaust að öskra, framleiða skarkala með borðum og stólum, henda pappír hver í annan ... og hafa í frammi þau venjulegu ólæti sem ætlast er til að kennarinn bregðist reiður við og bijóti á bak aftur [...] því fer fjarri að skarkali nemendanna sé ósjálfráð útrás fyrir orku sem skólinn heldur aftur af með aga - skarkalanum er öllum beint að kennaranum. [...] [Nemendur framkalla] hér hávaða og læti, ekki til að iðka sinn fúsa og frjálsa vilja heldur til að kalla fram ögun kennarans.“ Slavoj Zizek, Óraplágan, þýð. Haukur Már Heigason, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 2007, s. 207-208. 7 Þórbergur Þórðarson, Ofvitinn, Reykjavík: Mál og menning 1979, s. 32. 8 Sjá t.d. Rúnar Sigþórsson, „Hún er löng, leiðin til stjarnanna. Þarfir nemenda, starfsþróun og skólaþróun", Netla - Veftimarit um uppeldi og menntun 2004, http://netla.khi.is/greinar/2004/ 008/prent/index.htm (sótt 20. janúar 2008) og Ingvar Sigurgeirsson, „Kennaramenntun og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.