Hugur - 01.01.2008, Síða 116
114
Armann Halldórsson
lausnarnámi (problem-posing education)Innlagnarkennslufræði er verkfæri
kúgarans, aðferð til að viðhalda óbreyttu ástandi. Þekkingin er óbreytanlegt fyrir-
bæri og eign kerfisins sem skammtar lítilþægum þegnum hana í viðeigandi smá-
skömmtum. Staða kennara sem líta á sig sem millihði óbreytanlegs massa þekk-
ingarinnar og hlutgerðra viðtakenda (nemenda) er þannig endurvarp af
kúgunarástandi þjóðfélagsins. Þessi staða mála á enn við með sama hætti og Freire
lýsir í mörgum landa heims, þó með mismunandi hætti sé.Til dæmis má segja að
í stað þess að glíma við augljósa undirokun skýrt afmarkaðrar yfirstéttar líti
íslenskir nemendur samtímans á sig sem eins konar einhliða neytendur sem fái
þjónustu í formi innlagna frá kennurum; þær virka eins og enn ein rásin í óenda-
legum rásafjölda markaðarins. I stað þess að vekja nemendur til vitundar og skap-
andi lífs12 má líta á skólana sem framleiðslueiningar sem búa til neytendur sem
viðhalda kerfinu og valdaformgerð samfélagsins. Ef ætlunin er að breyta sam-
félaginu verður að umbreyta menntakerfinu. Menntun sem hefur það eitt að
markmiði að raða fýrirfram ákveðnum „staðreyndum" og reglum í heila nemenda
er ekki réttnefnd menntun.'3 Innlagnarhugsunin byggir klárlega á því að menntun
sé hlutlaust fyrirbæri og ótengt nemendunum. Grundvallaratriði í menntahug-
sjónum á borð við þá sem Freire heldur fram er hins vegar að virkni og þátttaka í
menntuninni tryggi að eignarhald þekkingarinnar sé rétt. Menntunin er þannig
ekki eitthvað sem ber fyrir augu og eyru og gleymist svo, heldur rennur hún nem-
andanum í merg og bein.'4
I hefðbundinni vestrænni menntun hefur lítil rækt verið lögð við sjálfsgagnrýni
og meðvitund nemenda og kennara um eigin stöðu í samfélagi og menningu.
Franski félagsfræðingurinn og heimspekingurinn Pierre Bourdieu (1930-2002) er
einn þeirra hugsuða sem hefur lagt til kenningar sem geta myndað kenningagrunn
gerendarannsókna. Bourdieu rannsakaði m.a. svonefnd „svið“ (fr. champ), t.d. svið
æðri menntunar og fjölmiðla.15 Næmi hans fýrir stöðu rannsakandans og því sem
hann nefnir réflexivité og kallað hefur verið á ensku reflexivity,l6 þ.e. meðvitund
rannsakandans um eigin stöðu gagnvart viðfangsefninu, er eitt af mikilvægum
n Sama rit, s. 52-63. Hér er vitaskuld hliðstæða við togstreitu móttökunáms og uppgötvunar-
náms, sbr. umfjöllun um afstöðu Kristjáns Kristjánssonar til þess máls hér að ofan.
12 Frelsunarhugsjónir af þessu tagi geta með orðalagi Kristjáns Kristjánssonar „leitt sanna póst-
módernista á spýjustokkinn”, líkt og ákveðnar hugsjónir ný-aristótelista („Er kennsla praxís?“,
Upfeldi og menntun 14.1 (2005), s. 9-27). Reyndar er það umhugsunarefni hvort „sannur póst-
módernisti" sé ekki contradictio in adjecto, en ekki verður farið nánar í það hér.
13 Róbert Jack hefur í einkasamtali orðað þetta svo að það sé ekki „menntakerfi" á Islandi heldur
„fræðslukerfi". Hann er ekki einn um þá skoðun, því í annari þemagrein þessa heftis Hugar,
„Skóli og menntastefna", gerir Ólafur Páll Jónsson sams konar greinarmun.
14 Gott dæmi um það hvernig yfirvald nýlenduherra yfir þegnum sínum nær inn í menntun og
menningu er að þróun kcnnslu enskra bókmennta í háskólum og uppbygging kanónu enskra
bókmennta á uppruna sinn á Indlandi sem tilraun til að festa enska menningu í sessi sem
æðri en menningu innfæddra. Patrick A. Williams og Laura Chrisman, ColonialDiscourse and
Postco/onial Theory, London: Harvester Wheatsheaf, 1993, s. 16.
15 Sjá kaflann „Fáeinir eiginleikar íjölmiðlasviðsins" í Pierre Bourdieu, „Áhrifavald fjölmiðla",
þýð. Egill Arnarson, Almenningsálitid er ekki til, Reykjavík: Atvik/Omdúrman 2007, s. 85-89.
16 Pierre Bourdieu, Science de la science et réflexivité, París: Raisons d’agir 2001; ensk útg. Science
ofScience and Reflexivity, þýð. Richard Nice, Cambridgc: Polity Press 2004.